Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 16. júní 2019 14:45
Fótbolti.net
Getur Anton Ari haldið Hannesi utan liðsins?
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anton Ari Einarsson.
Anton Ari Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, var viðstaddur brúðkaup Gylfa Þórs Sigurðssonar og Alexöndru Helgu sem fram fór á Ítalíu í gær. Hannes segir að Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, hafi hvatt sig til að fara í brúðkaupið þar sem hann væri meiddur.

Reynir Leósson, sparkspekingur í Pepsi Max-mörkunum á Stöð 2 Sport, sagði í þætti gærkvöldsins að hann hefði aldrei farið til Ítalíu í sporum Hannesar.

Anton Ari Einarsson stóð í marki Vals í gær þegar liðið vann öruggan sigur á ÍBV og í nýjasta þætti Innkastsins var rætt um hvort hann gæti haldið Hannesi utan liðsins.

„Ég er ekki skrokkurinn á Hannesi en hann gat spilað landsleikinn og miðað við hreyfingar í leiknum benti ekki margt til þess að hann væri meiddur. Ég er alls ekki að halda því fram að hann sé ekki meiddur, hann er það örugglega. Svo kemur þetta upp. Hefði hann verið heima ef þetta hefði verið leikur gegn FH og Valur væri með þrettán stig? Hefði hann þá farið í brúðkaupið? Það er ómögulegt að segja," segir Gunnar Birgisson. „Mér finnst þetta einkennileg skilaboð frá landsliðsmarkverðinum."

„Það sem ég er að pæla í er meira áhættan sem hann er að taka með þessu," segir Tómas Þór Þórðarson. „Ég heyrði það í gær að Valsliðið væri ekkert sérstaklega kátt með þetta. Liðið er á vondum stað. Undanfarin tvö ár höfum við talað mikið um hvað Valsliðið er mikil liðsheild."

„Hvað gerist svo ef Hannes spilar ekki gegn KR á miðvikudaginn og Valur vinnur 2-0? Ég get ekki séð að það sé séns að Hannes spili þann leik," segir Tómas þegar hann velti því fyrir sér hvort Anton Ari gæti haldið Hannesi utan liðs.

„Ég geri ráð fyrir því að Hannes spili gegn KR og spili alla leiki sem hann getur," segir Gunnar Birgisson.


Athugasemdir
banner
banner
banner