Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
   mið 16. júní 2021 20:52
Anton Freyr Jónsson
Hallgrímur Jónasar: Hann er að springa út núna
Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA.
Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var bara mjög ánægður með leikinn, spiluðum flottan leik og skorum tvö mörk og ég held að við höfum átt fjögur bestu færi leiksins fyrir utan mörkin og við rosalega ánægðir með það," voru fyrstu viðbrögð Hallgríms Jónassonar aðstoðarþjálfara KA eftir sigurinn á Skaganum fyrr í kvöld

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  2 KA

Ásgeir Sigurgeirsson skoraði mark í kvöld og hefur verið sterkur fyrir KA menn það sem af er móti en hann hefur verið að glíma við erfið meiðsli undanfarin ár.

„Það er mjög sterkt. Hann var virkilega góður í dag, hann skorar og leggur upp þrjú dauðafæri sem við því miður klúðrum. Hann er kominn á flottan stað eftir erfið meiðsli svo erum við að fá Elfar Árna líka, hann er koma inn á í leikjum og við erum bara rosalega sáttir með stöðuna."

Brynjar Ingi Bjarnason hefur fengið verðskuldaða athygli en hann var frábær í síðasta landsleikjaglugga. Klárar Brynjar tímabilið með KA?

„Ég get ekki svarað því en hann er búin að standa sig gríðarlega vel, hann er búin að vaxa mikið núna síðasta eina og hálfa árið, er búin að bæta leik sinn mikið og er að springa út núna þannig já það er áhugi en ég veit ekki nákvæmlega hvernig staðan er á því."

KA menn sitja í þriðja sæti deildarinnar með leik til góða á Víking og Val. Eru KA menn að horfa á Evrópusæti eða jafnvel lengra en það.

„Eins og staðan er núna þá erum við ofarlega og það er búið að ganga vel, eins og ég sagði í öðru viðtali þá er það þannig í fótbolta að ef maður fer að slaka á, þá eru hlutirnir fljótir að breytast. Við erum með gott lið og fína breidd og erum að fá marga til baka að úr meiðslum. Við teljum okkur vera það góða að geta barist um toppsætið."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir