Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
   mið 16. júní 2021 20:52
Anton Freyr Jónsson
Hallgrímur Jónasar: Hann er að springa út núna
Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA.
Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég var bara mjög ánægður með leikinn, spiluðum flottan leik og skorum tvö mörk og ég held að við höfum átt fjögur bestu færi leiksins fyrir utan mörkin og við rosalega ánægðir með það," voru fyrstu viðbrögð Hallgríms Jónassonar aðstoðarþjálfara KA eftir sigurinn á Skaganum fyrr í kvöld

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  2 KA

Ásgeir Sigurgeirsson skoraði mark í kvöld og hefur verið sterkur fyrir KA menn það sem af er móti en hann hefur verið að glíma við erfið meiðsli undanfarin ár.

„Það er mjög sterkt. Hann var virkilega góður í dag, hann skorar og leggur upp þrjú dauðafæri sem við því miður klúðrum. Hann er kominn á flottan stað eftir erfið meiðsli svo erum við að fá Elfar Árna líka, hann er koma inn á í leikjum og við erum bara rosalega sáttir með stöðuna."

Brynjar Ingi Bjarnason hefur fengið verðskuldaða athygli en hann var frábær í síðasta landsleikjaglugga. Klárar Brynjar tímabilið með KA?

„Ég get ekki svarað því en hann er búin að standa sig gríðarlega vel, hann er búin að vaxa mikið núna síðasta eina og hálfa árið, er búin að bæta leik sinn mikið og er að springa út núna þannig já það er áhugi en ég veit ekki nákvæmlega hvernig staðan er á því."

KA menn sitja í þriðja sæti deildarinnar með leik til góða á Víking og Val. Eru KA menn að horfa á Evrópusæti eða jafnvel lengra en það.

„Eins og staðan er núna þá erum við ofarlega og það er búið að ganga vel, eins og ég sagði í öðru viðtali þá er það þannig í fótbolta að ef maður fer að slaka á, þá eru hlutirnir fljótir að breytast. Við erum með gott lið og fína breidd og erum að fá marga til baka að úr meiðslum. Við teljum okkur vera það góða að geta barist um toppsætið."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner