Stórliðin berjast um Rodrygo - Villa hættir að eltast við Jackson - Tottenham heldur áfram að reyna við Savinho
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
Hólmar: Vestri gerir það sem Vestri gerir vel
Túfa: Boltinn dansaði mjög oft á línunni í dag
Nik: Gott að komast aftur í deildar rútínu
Tilfinningaríkur Guy Smit klökkur í lokin - „langar bara að segja að ég elska þau"
Kom óvænt til Vestra - „Spurðu hvort ég vildi verða bikarmeistari og hér er ég í dag."
Mjólkurlyktandi Davíð Smári: Þakklátur stjórn Vestra fyrir hugrekkið að ráða mig
Eiður Aron um stuðninginn í kvöld: Ég kem svo fáum orðum að
Besta markið á ferlinum - „Þvílíkur dagur að gera það"
Gunnar Jónas: Sammi er örugglega búinn að brugga eitthvað
Formaður Vals fyrir bikarúrslitin - „Stór dagur fyrir okkur Valsara"
Arnar Sveinn og Jóhann Már eru peppaðir - „Erum komnir til að sækja þennan helvítis sigur"
Best í Mjólkurbikarnum: Ætla ekki að láta það trufla mig
Upplifðu vonbrigði og lærðu helling af því - „Komnir mjög langt síðan þá"
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
   mið 16. júní 2021 21:14
Unnar Jóhannsson
Laugi: Það var slökkt á okkur
Þróttarar í erfiðleikum í föstum leikatriðum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Baldursson þjálfari Þróttar var skiljanlega svekktur eftir leik sinna manna í Lengjudeildinni í kvöld. Þróttarar byrjuðu leikinn af krafti en áttu í erfiðleikum með að verjast föstum leikatriðum Fram.

Lestu um leikinn: Fram 5 -  1 Þróttur R.

„Svekktur, við töpuðum þessum leik í fyrri hálfleik. Það er skrýtið að segja það en við fengum á okkur fjögur mörk í fyrri hálfleik, öll eftir föst leikatriði. Spilamennskan úti á vellinum var alls ekki slæm og við fengum mjög góð færi til að skora mörk. En þú þarft að sinna öllum atriðum leiksins og það var gríðarlega svekkjandi að vera búnir að tapa leiknum í hálfleik," sagði Guðlaugur.

Róbert Hauksson slapp einn í gegn eftir fjórar mínútur en Ólafur varði vel.

„Hann gerði vel og var áræðinn sem hann er sem leikmaður en var óheppinn og Óli varði það vel. Stöngin út þá en gerði svo gott mark."

Hvað fór úrskeiðis í föstu leikatriðum Framara í dag?
„Í föstum leikatriðum snýst þetta um að taka ábyrgð og vera með sín hlutverk á hreinu og sinn mann. Við gerðum það ekki, það var slökkt á okkur. Þetta var lélegt hjá okkur."

„Hann fékk slæmt högg á öxlina og er hálf meiddur," sagði Guðlaugur þegar hann var spurður út í stöðuna á Lárusi Björnssyni.

Næsti leikur er á móti Aftureldingu
„Það verður hörkuleikur, allir leikir í þessari deild eru hörkuleikir. Það verður alvöru verkefni fyrir okkur."

Nánar er spjallað við Guðlaug í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner