Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
Gunnar Heiðar: Það þurfti mikla þolinmæði
Dragan: Eigum ekki að fá á okkur svona mark en svona er fótboltinn
Jóhann Kristinn: Nú má Sandra fara að vara sig
Selma: Ætluðum að mæta tvíefldar til leiks
Sandra María: Gaman að fá ný nöfn í þetta
Egill Orri skoðar skóla í Danmörku - „Ætla gera mitt besta hjá Þór þangað til"
Ætlaði allt um koll að keyra á Akureyri - „Stuðningsmennirnir alveg geggjaðir"
„Búinn að breytast í Usain Bolt ef hann er að fara ná boltanum"
Arna Eiríks: Mig langaði eiginlega bara að fara gráta
Stórt kvöld fyrir Berglindi - „Svo vonandi hringir Steini"
Pétur Péturs: Þannig með góða leikmenn þú tekur oft fastar á þeim
Agla María: Ótrúlega góð kaup hjá Breiðabliki
Óli Kristjáns: Eins ógeðslegt og það verður
Kristján svekktur: Ætla ekki að trúa því að þetta komi fyrir aftur
Kristrún Ýr: Skemmti mér vel að spila þennan leik
Guðni Eiríks: Sól og blíða og gleði í FH hjörtum í dag
Heiða eftir stórsigur gegn gamla liðinu: Var ógeðslega erfið ákvörðun
Guðni: Hundfúl að vera á heimavelli og vinna ekki fyrsta leik
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
   mið 16. júní 2021 21:14
Unnar Jóhannsson
Laugi: Það var slökkt á okkur
Þróttarar í erfiðleikum í föstum leikatriðum
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Baldursson þjálfari Þróttar var skiljanlega svekktur eftir leik sinna manna í Lengjudeildinni í kvöld. Þróttarar byrjuðu leikinn af krafti en áttu í erfiðleikum með að verjast föstum leikatriðum Fram.

Lestu um leikinn: Fram 5 -  1 Þróttur R.

„Svekktur, við töpuðum þessum leik í fyrri hálfleik. Það er skrýtið að segja það en við fengum á okkur fjögur mörk í fyrri hálfleik, öll eftir föst leikatriði. Spilamennskan úti á vellinum var alls ekki slæm og við fengum mjög góð færi til að skora mörk. En þú þarft að sinna öllum atriðum leiksins og það var gríðarlega svekkjandi að vera búnir að tapa leiknum í hálfleik," sagði Guðlaugur.

Róbert Hauksson slapp einn í gegn eftir fjórar mínútur en Ólafur varði vel.

„Hann gerði vel og var áræðinn sem hann er sem leikmaður en var óheppinn og Óli varði það vel. Stöngin út þá en gerði svo gott mark."

Hvað fór úrskeiðis í föstu leikatriðum Framara í dag?
„Í föstum leikatriðum snýst þetta um að taka ábyrgð og vera með sín hlutverk á hreinu og sinn mann. Við gerðum það ekki, það var slökkt á okkur. Þetta var lélegt hjá okkur."

„Hann fékk slæmt högg á öxlina og er hálf meiddur," sagði Guðlaugur þegar hann var spurður út í stöðuna á Lárusi Björnssyni.

Næsti leikur er á móti Aftureldingu
„Það verður hörkuleikur, allir leikir í þessari deild eru hörkuleikir. Það verður alvöru verkefni fyrir okkur."

Nánar er spjallað við Guðlaug í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner