Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 16. júní 2022 07:00
Fótbolti.net
Langþráður draumur KA-manna rætist í kvöld
Nýr tímabundinn heimavöllur KA.
Nýr tímabundinn heimavöllur KA.
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Fótbolti.net
KA spilar í kvöld sinn fyrsta leik á nýjum heimavelli á Brekkunni á Akureyri. Um langþráðan draum KA-manna er að ræða, en völlurinn sem spilað verður á við Fram í kvöld er þó aðeins tímabundinn heimavöllur, í burðarliðnum er að reisa nýjan keppnisvöll með nýrri stúku og flóðljósum. Bygging þess vallar hefst í haust.

Nýji völlurinn verður notaður fram að því. Um glænýtt gervigras er að ræða en auk þess hefur KA fjárfest í stúku fyrir rúmlega 500 manns fyrir völlinn en alls er áhorfendapláss fyrir um 750.

KA fékk staðfest frá KSÍ í gær að bráðabirgðaleyfi til að spila á vellinum liggi fyrir.

„Það er í raun ótrúlegt að sjá þetta verða að veruleika. Ég á vart orð yfir þeim sjálfboðaliðum sem hafa lagt gríðarlega vinnu undanfarnar vikur til að gera svæðið og völlinn klárann. Maður er stoltur KA-maður í dag," segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA.

„Það eru mörg handtök við að gera svona völl tilbúinn. Frá því að leggja vatns- og rafmagnslagnir, smíða og setja upp auglýsingaveggi, setja saman stúkuna og svo framvegis," segir Sævar og bætir við að á annað þúsund klukkutímar sjálfboðaliða liggi að baki.

„Auk þess færðum við gamla gervigrasið hér til hliðar. Þar munu yngstu krakkarnir okkar æfa. Þetta hjálpar okkur mikið, en aðal byltingin verður svo þegar nýji völlurinn kemur," sagði Sævar sem var að vinna í nýju stúkunni ásamt því að skipuleggja lokaverkefni fyrir sjálfboðaliðana sem voru þegar mættir til að rétta fram hjálparhönd þegar Fótbolti.net ræddi við hann. Þá var verið að setja upp skilti, mála, setja upp aðstöðu fyrir blaðamenn og fleira.

Völlurinn hefur fengið nafnið Greifavöllurinn, eins og Akureyrarvöllur, en samningar þess efnis voru undirritaðir í vikunni til tveggja ára.

Fyrsti leikurinn á nýja vellinum fer fram í kvöld þegar Fram kemur í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 18.00.
Athugasemdir
banner
banner
banner