Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
Brynjar Björn: Ég hætti hérna eftir tímabilið
Óskar Hrafn: Fótbolti er núvitund
Þorsteinn Aron: Þriðja sigurmarkið á þessu tímabili
Rúnar ósáttur við ákvörðun HK: Við reynum að vera heiðarlegir
Ómar: Ekki okkar að kasta honum til þeirra á svona augnabliki
Mathias Præst: Ein mynd skiptir ekki öllu máli
Jökull: Nánast bara eitt lið á vellinum
Dóri Árna: Hvað er í gangi hérna?
Höskuldur um komandi úrslitaleik: Ánægður að við þurfum að sækja sigur
Elfar Árni: Tækifærin verið of fá fyrir minn smekk
Davíð Smári: Létum þá líta út eins og Barcelona árið 2009
Skilur ekki á hvað var dæmt - „Þetta átti að vera mark“
Tufa: Alvöru sigurvegarar standa upp þegar þeir eru kýldir í magann
Segir að Viðar hafi verið í banni - Einungis fengið eitt spjald
Djuric: Ótrúlegasta sem ég hef spilað í
Heimir: Ekkert sérstakt að eiga met sem verður aldrei slegið í því að vera lélegur
Arnar orðlaus: Eiginlega ekki hægt að segja neitt
Sindri Kristinn: Hann setur hann yfirleitt í vinkilinn þannig ég ætlaði að láta mig flakka þar
Jón Þór brjálaður: Er verið að gera grín að okkur?
Gylfi Þór: Það gæti orðið minn síðasti leikur
banner
   sun 16. júní 2024 17:05
Kjartan Leifur Sigurðsson
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Gott að fá þrjú stig og vinna leikinn. Þetta var ekki góður fyrri hálfleikur en við sýndum okkar rétta andlit í seinni hálfleik." Segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-0 sigur á Þrótti í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Þróttur R.

Eftir erfiðan fyrri hálfleik small allt hjá Blikum í upphafi seinni hálfleiks og þá var ekki spurt að leikslokum.

„Við endurræstum okkur í hálfleik. Við vorum ryðgaðar í lok fyrr hálfleiks og við gerðum ekkert sérstakt í hálfleik, mínir leikmenn sýndu bara hvað þær eru góðar í seinni hálfleiknum."

Nik var lengi vel þjálfari Þróttar en hann segist ekki neitt vera öðruvísi við það að þjálfa gegn því liði.

„Ég var kannski stressaður, ég var þar í sjö ár og byggði upp kjarnann þarna. Um leið og flautað var á þá gátum við hinsvegar bara einbeitt okkur að okkur sjálfum."

Blikar hafa átt fullkomna byrjun á tímabilinu og hafa ekki misst af einu stigi það sem af er.

„Við verðum að halda áfram og taka einn leik í einu. Hver sigurleikur heldur meðbyrnum gangandi. Leikmennirnir voru magnaðir í dag. Heiða og Barbára frábærar. Andrea er farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún getur síðan hún var fjórtán ára."
Athugasemdir
banner
banner