Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
Jóhann Kristinn: Einn af þeim verri sem maður hefur upplifað
Pétur léttur eftir dramatískan sigur - „Ætla ekki að segja það"
Gunnar eftir sjöunda tapið í röð: Takk fyrir að minna mig á það
Óli Kristjáns: Við erum klárlega litla liðið
Nik: Fengum smá spark í rassinn þar sem var líklega það sem við þurftum
Guðrún Jóna: Erfitt þegar þú ert með lítinn hóp
Jón Þór ánægður með sína menn: Gríðarlegur styrkur hjá liðinu
Árni Marínó ósáttur með fyrri hálfleikinn: Eins og við værum ekki með í leiknum
Dóri ósáttur með leikmenn liðsins - „Skil ekki hvernig þetta er hægt“
Rúnar Páll: Þeir fá nánast ekkert færi á móti okkur
Kjartan Henry: Skiptir okkur miklu máli að fá fólkið með okkur
Sindri Kristinn: Ánægjulegt að geta loksins hjálpað liðinu
Daníel Hafsteins: Loksins dettur eitthvað með okkur
Haddi: Ekki auðvelt að vera neðstur og fá svona högg aftur og aftur
Rúnar Kristins: Virtumst vera með þetta í hendi
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
   sun 16. júní 2024 17:05
Kjartan Leifur Sigurðsson
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Gott að fá þrjú stig og vinna leikinn. Þetta var ekki góður fyrri hálfleikur en við sýndum okkar rétta andlit í seinni hálfleik." Segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-0 sigur á Þrótti í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Þróttur R.

Eftir erfiðan fyrri hálfleik small allt hjá Blikum í upphafi seinni hálfleiks og þá var ekki spurt að leikslokum.

„Við endurræstum okkur í hálfleik. Við vorum ryðgaðar í lok fyrr hálfleiks og við gerðum ekkert sérstakt í hálfleik, mínir leikmenn sýndu bara hvað þær eru góðar í seinni hálfleiknum."

Nik var lengi vel þjálfari Þróttar en hann segist ekki neitt vera öðruvísi við það að þjálfa gegn því liði.

„Ég var kannski stressaður, ég var þar í sjö ár og byggði upp kjarnann þarna. Um leið og flautað var á þá gátum við hinsvegar bara einbeitt okkur að okkur sjálfum."

Blikar hafa átt fullkomna byrjun á tímabilinu og hafa ekki misst af einu stigi það sem af er.

„Við verðum að halda áfram og taka einn leik í einu. Hver sigurleikur heldur meðbyrnum gangandi. Leikmennirnir voru magnaðir í dag. Heiða og Barbára frábærar. Andrea er farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún getur síðan hún var fjórtán ára."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner