Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   sun 16. júní 2024 17:05
Kjartan Leifur Sigurðsson
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Gott að fá þrjú stig og vinna leikinn. Þetta var ekki góður fyrri hálfleikur en við sýndum okkar rétta andlit í seinni hálfleik." Segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-0 sigur á Þrótti í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Þróttur R.

Eftir erfiðan fyrri hálfleik small allt hjá Blikum í upphafi seinni hálfleiks og þá var ekki spurt að leikslokum.

„Við endurræstum okkur í hálfleik. Við vorum ryðgaðar í lok fyrr hálfleiks og við gerðum ekkert sérstakt í hálfleik, mínir leikmenn sýndu bara hvað þær eru góðar í seinni hálfleiknum."

Nik var lengi vel þjálfari Þróttar en hann segist ekki neitt vera öðruvísi við það að þjálfa gegn því liði.

„Ég var kannski stressaður, ég var þar í sjö ár og byggði upp kjarnann þarna. Um leið og flautað var á þá gátum við hinsvegar bara einbeitt okkur að okkur sjálfum."

Blikar hafa átt fullkomna byrjun á tímabilinu og hafa ekki misst af einu stigi það sem af er.

„Við verðum að halda áfram og taka einn leik í einu. Hver sigurleikur heldur meðbyrnum gangandi. Leikmennirnir voru magnaðir í dag. Heiða og Barbára frábærar. Andrea er farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún getur síðan hún var fjórtán ára."
Athugasemdir
banner
banner