Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
   sun 16. júní 2024 17:05
Kjartan Leifur Sigurðsson
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Kvenaboltinn
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Gott að fá þrjú stig og vinna leikinn. Þetta var ekki góður fyrri hálfleikur en við sýndum okkar rétta andlit í seinni hálfleik." Segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-0 sigur á Þrótti í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Þróttur R.

Eftir erfiðan fyrri hálfleik small allt hjá Blikum í upphafi seinni hálfleiks og þá var ekki spurt að leikslokum.

„Við endurræstum okkur í hálfleik. Við vorum ryðgaðar í lok fyrr hálfleiks og við gerðum ekkert sérstakt í hálfleik, mínir leikmenn sýndu bara hvað þær eru góðar í seinni hálfleiknum."

Nik var lengi vel þjálfari Þróttar en hann segist ekki neitt vera öðruvísi við það að þjálfa gegn því liði.

„Ég var kannski stressaður, ég var þar í sjö ár og byggði upp kjarnann þarna. Um leið og flautað var á þá gátum við hinsvegar bara einbeitt okkur að okkur sjálfum."

Blikar hafa átt fullkomna byrjun á tímabilinu og hafa ekki misst af einu stigi það sem af er.

„Við verðum að halda áfram og taka einn leik í einu. Hver sigurleikur heldur meðbyrnum gangandi. Leikmennirnir voru magnaðir í dag. Heiða og Barbára frábærar. Andrea er farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún getur síðan hún var fjórtán ára."
Athugasemdir
banner
banner