Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   sun 16. júní 2024 17:05
Kjartan Leifur Sigurðsson
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Gott að fá þrjú stig og vinna leikinn. Þetta var ekki góður fyrri hálfleikur en við sýndum okkar rétta andlit í seinni hálfleik." Segir Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-0 sigur á Þrótti í Bestu deild kvenna.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Þróttur R.

Eftir erfiðan fyrri hálfleik small allt hjá Blikum í upphafi seinni hálfleiks og þá var ekki spurt að leikslokum.

„Við endurræstum okkur í hálfleik. Við vorum ryðgaðar í lok fyrr hálfleiks og við gerðum ekkert sérstakt í hálfleik, mínir leikmenn sýndu bara hvað þær eru góðar í seinni hálfleiknum."

Nik var lengi vel þjálfari Þróttar en hann segist ekki neitt vera öðruvísi við það að þjálfa gegn því liði.

„Ég var kannski stressaður, ég var þar í sjö ár og byggði upp kjarnann þarna. Um leið og flautað var á þá gátum við hinsvegar bara einbeitt okkur að okkur sjálfum."

Blikar hafa átt fullkomna byrjun á tímabilinu og hafa ekki misst af einu stigi það sem af er.

„Við verðum að halda áfram og taka einn leik í einu. Hver sigurleikur heldur meðbyrnum gangandi. Leikmennirnir voru magnaðir í dag. Heiða og Barbára frábærar. Andrea er farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún getur síðan hún var fjórtán ára."
Athugasemdir
banner
banner
banner