Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 16. júlí 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Liverpool nær ekki stigameti Manchester City
Mynd: Getty Images
2-1 tap Liverpool gegn Arsenal í gær þýðir að liðið á ekki lengur möguleika á að slá stigametið í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool er með 93 stig fyrir síðustu tvo leiki tímabilsins gegn Chelsea og Newcastle.

Manchester City sett stigamet 2017/2018 en liðið varð þá það fyrsta í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að ná 100 stigum.

Liverpool tapaði ekki leik á þessu tímabili fyrr en í febrúar en eftir að liðið tryggði sér titilinn á dögunum hefur gengi liðsins dalað í síðustu leikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner