Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. júlí 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Horfa til miðjumanns Liverpool ef Locatelli fer
Marko Grujic.
Marko Grujic.
Mynd: Getty Images
Ítalska úrvalsdeildarfélagið Sassuolo ætlar að horfa til Englands ef Manuel Locatelli verður seldur í sumar.

Locatelli átti fínt Evrópumót með ítalska landsliðinu og er hann sagður efstur á óskalista Juventus þegar kemur að miðjumönnum. Hann gæti farið á allt að 40 milljónir evra.

Ef Locatelli fer, þá er Marko Grujic efstur á lista Sassuolo samkvæmt Sky Sports.

Grujic hefur verið hjá Liverpool frá 2016 en ekki fengið mörg tækifæri með aðalliðinu. Leikmaðurinn, sem er 25 ára, hefur undanfarin ár farið á láni til Cardiff, Hertha Berlín og Porto.

Davide Cangini, sem er yfirmaður leikmannamála hjá Sassuolo, er mikill aðdáandi Grujic. Serbneski miðjumaðurinn er metinn á 13 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner