Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 16. júlí 2021 13:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveindís Jane í fimmta sæti - Komið að átta mörkum
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane Jónsdóttir, sóknarmaður Kristianstad, er í fimmta sæti yfir þá leikmenn sænsku úrvalsdeildarinnar sem hafa komið að flestum mörkum á tímabilinu.

Sveindís hefur komið að átta mörkum; skorað fjögur og lagt upp fjögur.

Hún er á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. Sveindís er á láni hjá Kristianstad frá Wolfsburg í Þýskalandi.

Á toppnum er Stina Blackstenius, sóknarmaður Häcken, en hún hefur komið að 19 mörkum.

Næst af Íslendingunum í deildinni er Diljá Ýr Zomers sem hefur komið að fimm mörkum með Häcken. Glódís Perla Viggósdóttir lagði upp þrjú mörk áður en hún samdi við Bayern München og Guðrún Arnardóttir, varnarmaður Djurgården, hefur komið að einu marki.

Hægt er að sjá allan listann hér að neðan.


Athugasemdir
banner