Nú er loksins komið að því að heil umferð í Lengjudeildinni fer fram í sömu vikunni. Allir sex leikir 12. umferðarinnar fara fram í dag, sunnudag, og fengum við Eggert Aron Guðmundsson, leikmann Stjörnunnar og U19 ára landsliðsins, í að spá í leikina.
Arnþór Ari Atlason í HK var síðasti spámaður og var hann með fjóra rétta í sinni spá og þar voru tveir hárréttir sem er vel af sér vikið. Arnþór varð með því sá getspakasti til þessa í sumar.
Svona spáir Eggert í leiki dagsins:
Arnþór Ari Atlason í HK var síðasti spámaður og var hann með fjóra rétta í sinni spá og þar voru tveir hárréttir sem er vel af sér vikið. Arnþór varð með því sá getspakasti til þessa í sumar.
Svona spáir Eggert í leiki dagsins:
Ægir 1 - 0 Njarðvík (14:00)
Lokaður leikur milli tveggja liða sem hafa átt erfitt uppdráttar. Búin að vera neikvæð umræða í Njarðvík upp á síðkastið. Ægis menn sækja sinn annan sigur í mótinu. Alvöru iðnaðarsigur þar sem að Rolin setur mark í upphafi leiks.
Grótta 3 - 1 Grindavík (14:00)
Sterkustu varnarlið deildarinnar að mætast. Held mikið upp á þessi lið en ég held að Gróttumenn mæti fullir sjálfstrausti og taki þennan leik þægilega. Grótta sterkir heima og halda því áfram. AD (Arnar Daníel), Addi Bomba og Pétur T verða allir á skotskónum eftir sjóðheitar fyrirgjafir Arnars Núma. Grindavík klórar síðan í bakkann með aukaspyrnu af 35 metrunum. Fer eftir hvor verður frekari af bræðrunum. Krissi Konn eða Gaui Lýðs.
ÍA 3 - 0 Vestri (14:00)
Þetta er þægilegt 3-0 fyrir Hraðlestina í Sindra Snæfells slagnum. Hlynur Snævar skorar fyrsta markið með towering header enda vel úthvíldur eftir að tengdapabbi hans málaði pallinn hans í gær meðan hann lagði sig, Kaffikallinn setur eitt úr misheppnuðum cross, allt að falla fyrir hann eftir alvöru performance á Írsku og Stoðsendingar vélin Steinar Þorsteins sonur Steina Málara leggur hann upp á sjálfan sig og skorar með þykka hárinu sínu.
Selfoss 2 - 4 Leiknir (14:00)
Liðin í 9. og 10. sæti. Bæði lið settu sér hærri vonir en staðan er eins og hún er. Þetta verður fjörugur leikur. Leiknisljónin búin að vera underachieva vel xG sitt. Sú stífla brestur loks og setja þeir fjögur á Selfyssinga. Omarinn setur 2, D Finns og aldrei að vita nema ÓFS læðist á fjær með skalla. Gummi Tyrfings og Gary Martin setja sitthvort.
Þór 1 - 1 Afturelding (16:00)
Úff. Erfiðasti leikur umferðarinnar að spá. Þórsarar nautsterkir á heimavelli en Afturelding eru helvíti góðir sjálfir. Þorpið mun reynast þeim erfitt og munu Þórsarar herja á þá og komast yfir. Hinsvegar er Elmar Cogic með þetta CLUTCH GEN í sér sem svo fáir eru með og jafnar leikinn í uppbótartíma. Bjarni Guðjón skorar með skalla eftir fyrirgjöf frá frænda. Ronna Kruger (Aron Ingi).
Þróttur 3 - 3 Fjölnir (16:00)
Skemmtilegasti leikur umferðarinnar. Fyrri leikur liðanna fór 3-3 og ég spái því að leikar endurtakist. Júlli Mar, Axel Freyr og Máni setja allir eitt. Hafa verið heitir í sumar. Hjá Kötturum skorar Hinrik Harðarson tvö og Aron Snær eitt. Alvöru dramatík.
Fyrri spámenn:
Arnþór Ari Atlason (4 réttir)
Tryggvi Hrafn Haraldsson (3 réttir)
Þráinn Orri Jónsson (3 réttir)
Gunnar Birgisson (3 rétt)
Gunnar Þorsteinsson (2 réttir)
Birnir Snær Ingason (2 réttir)
Sævar Atli Magnússon (2 réttir)
Aron Jóhannsson (1 réttur)
Kjartan Kári Halldórsson - (0 réttir)
Hér að neðan má hlusta á umræðu um síðustu leiki og komandi leiki í Lengjudeildinni.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir