„Það er gott að halda hreinu, við fengum endalaust af færum og sigurinn hefði getað verið stærri," sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, leikmaður Íslands, eftir 0-1 sigur gegn Póllandi í dag.
„Við erum bara mjög sáttar."
„Við erum bara mjög sáttar."
Lestu um leikinn: Pólland 0 - 1 Ísland
Ingibjörg og Glódís Perla Viggósdóttir voru að takast við Ewu Pajor, sem er líklega besti sóknarmaður í heimi, í leiknum í dag.
„Hún er ótrúlega góður leikmaður og er mikið að vinna á blindu hliðina á manni. Hún er ein sú besta í boxinu og það er mjög gaman að mæta henni."
Ingibjörg og Glódís ná virkilega vel saman í hjarta varnarinnar.
„Maður lærir endalaust af henni. Við Glódís höfum spilað í mörg ár saman og þekkjum hvor aðra vel. Það er ekkert skemmtilegra en að spila með henni. Við erum líka mikið að ræða hlutina saman inn á herbergi og erum að reyna að leysa hlutina."
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir