Eddie Howe er meðal þjálfara sem hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Gareth Southgate í þjálfarastól enska landsliðsins.
Howe er talinn meðal líklegustu kosta til að taka við starfinu en Darren Eales, framkvæmdastjóri Newcastle United, vonast til að halda þjálfaranum sínum.
„Auðvitað viljum við halda honum hjá félaginu. Að okkar mati er hann nákvæmlega rétti maðurinn til að leiða verkefnið okkar áfram hjá Newcastle og við viljum alls ekki missa hann," sagði Eales meðal annars þegar hann var spurður út í orðróminn um að Howe gæti tekið við Englandi.
„Það er ástæða fyrir því að við gáfum honum langtímasamning. Við elskum hann og viljum ekki missa hann."
Talið er að Howe eigi þrjú ár eftir af samningi sínum við Newcastle.
Athugasemdir