Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 16. ágúst 2019 21:10
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-kvenna: Fylkir hafði betur í Víkinni
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
HK/Víkingur 0 - 2 Fylkir
0-1 Marija Radojicic ('28)
0-2 Bryndís Arna Níelsdóttir ('65)

HK/Víkingur situr áfram á botni Pepsi Max-deildar kvenna eftir 0-2 tap á heimavelli gegn Fylki.

HK/Víkingur byrjaði leikinn vel en gestirnir komust yfir á 28. mínútu. Marija Radojicic skoraði þá eftir glæsilega sendingu innfyrir frá Margréti Björgu Ástvaldsdóttur.

Bæði lið fengu færi til að bæta við marki og það var Bryndís Arna Níelsdóttir sem tvöfaldaði forystuna á 65. mínútu með laglegri vippu eftir stoðsendingu frá Margréti Björgu.

Karólína Jack skaut í slána skömmu síðar og var það í annað sinn sem heimastúlkur skutu í tréverkið í leiknum.

Lokatölur 0-2 og Fylkir er búið að vinna fimm leiki í röð. Liðið er í fimmta sæti, tveimur stigum á eftir Þór/KA í þriðja.
Athugasemdir
banner
banner
banner