Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. ágúst 2022 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Atletico vill fá meira en 50 milljónir fyrir Cunha
Mynd: EPA

Manchester United er að skoða að fjárfesta í brasilíska framherjanum Matheus Cunha til að leysa vandamálin í sóknarleik liðsins sem hefur ekki verið uppá marga fiska á upphafi úrvalsdeildartímabilsins.


Cunha er 23 ára gamall leikmaður Atletico Madrid og með sjö landsleiki að baki fyrir Brasilíu. 

Atletico keypti hann fyrir tæpar 30 milljónir evra í fyrrasumar og kom leikmaðurinn að 14 mörkum í 37 leikjum á sínu fyrsta tímabili, með sjö mörk og sjö stoðsendingar.

Fjölmiðlar á Spáni segja Man Utd vera nálægt samkomulagi við Atletico sem mun hljóða upp á 50 milljónir evra en Fabrizio Romano er ekki sammála þeim. Hann segir að Atletico vilji fá meira heldur en 50 milljónir.

Cunha er partur af afar skemmtilegri sóknarlínu Atletico sem er með menn á borð við Antoine Griezmann, Joao Felix og Alvaro Morata í leikmannahópnum.

Rauðu djöflarnir eru í vandræðum í sóknarleiknum þar sem Cristiano Ronaldo virðist ekki rétt stemmdur og enginn annar að gera sig líklegan til að stíga upp.

Man Utd byrjaði úrvalsdeildartímabilið á tveimur tapleikjum gegn Brighton og Brentford en næstu andstæðingar eru gömlu erkifjendurnir í Liverpool, sem munu mæta grimmir til leiks eftir tvö óvænt jafntefli á upphafi tímabils.


Athugasemdir
banner
banner
banner