Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 16. ágúst 2022 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Southampton og Wolves vilja líka Goncalo Ramos
Ramos fagnar hér marki með Fabio Silva og Vitinha.
Ramos fagnar hér marki með Fabio Silva og Vitinha.
Mynd: EPA

Greint var frá því á dögunum að Newcastle væri að undirbúa tilboð í portúgalska framherjann Goncalo Ramos sem hefur verið funheitur á upphafi tímabilsins.


Ramos kostar um 35 milljónir evra en Newcastle er ekki eina félagið sem vill þennan leikmann því Wolves og Southampton eru einnig að skoða að reiða fram tilboð.

Portúgalski fréttamaðurinn Pedro Sepulveda greinir frá þessu í samtali við Sky Sports og segir að Benfica hafi þegar hafnað tilboði frá Wolves í leikmanninn. Það tilboð var eins árs lánssamningur með kaupskyldu næsta sumar og hefði skilað 35 milljónum í kassann, en Benfica hafnaði því.

Ramos er 21 árs og kom að 12 mörkum í 46 leikjum á síðustu leiktíð. Á þessari leiktíð er hann á hvínandi siglingu og þegar búinn að skora fjögur og gefa þrjár stoðsendingar í fjórum leikjum.


Athugasemdir
banner
banner