Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 16. ágúst 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrjú af yngri landsliðum Íslands í eldlínunni
Daníel Ingi Jóhannesson er í U17 hópnum.
Daníel Ingi Jóhannesson er í U17 hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrjú af yngri landsliðum Íslands verða í eldlínunni á þessum ágæta þriðjudegi.

U17 landslið karla mætir Ungverjalandi í fyrsta leik liðsins á Telki Cup. Mótið er haldið í Ungverjalandi og taka Króatía og Tyrkland einnig þátt á því.

Ísland mætir Tyrklandi svo á fimmtudag og Króatíu á laugardag. Leikurinn gegn Ungverjalandi fer fram á Globall Football Park og hefst hann klukkan 15:00 að íslenskum tíma.

Allir leikirnir verða í beinu streymi og verður hægt að nálgast hlekki á þá á miðlum KSÍ.

Þá mæta U15 landslið karla og kvenna liðum Færeyja en báðir leikirnir eru í Færeyjum.

Liðin leika bæði tvo vináttuleiki við Færeyjar í vikunni, en seinni leikirnir fara fram á fimmtudag.

Strákarnir í U15 hefja leik klukkan 14:00 í dag og stelpurnar byrja sinn leik klukkan 16:30. Hægt verður að horfa á leikinn í beinu streymi á vef færeyska sjónvarpsins.
Athugasemdir
banner
banner