Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
   fös 16. ágúst 2024 16:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Daða fannst ummæli Kára athyglisverð: Okkar tilboð var sambærilegt þeirra
Helgi Guðjónsson fór frá uppeldisfélaginu Fram eftir tímabilið 2019. Hann hefur verið mjög mikilvægur fyrir Víking frá komu sinni.
Helgi Guðjónsson fór frá uppeldisfélaginu Fram eftir tímabilið 2019. Hann hefur verið mjög mikilvægur fyrir Víking frá komu sinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Guðmundsson.
Daði Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fred hefur verið frábær fyrir Fram.
Fred hefur verið frábær fyrir Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framarar sóttu sér leikmann í lok félagaskiptagluggans. Gustav Dahl fékk félagaskipti frá Danmörku og verður með Fram út tímabilið hið minnsta. Miðjumennirnir Tiago og Tryggvi Snær Geirsson eru sem stendur meiddir og náðu Framarar að fá inn miðjumann fyrir gluggalok.

Það var meira í gangi hjá Fram á markaðnum því Breki Baldursson var seldur til Esbjerg í Danmörku, Víkingur reyndi að kaupa Fred og Fram reyndi að kaupa Helga Guðjónsson af Víkingi.

Fótbolti.net ræddi við rekstrarstjóra fótboltadeildar Fram í dag. Daði Guðmundsson er í því hlutverki.

„Við höfðum engan áhuga á að láta Fred fara frá okkur, og ekkert mikið meira um það að segja" segir Daði.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, tjáði sig um gluggadaginn í viðtali fyrr í þessari viku og sagði eftirfarandi: „Það er bara geggjað. Ég hef aldrei skilið af hverju menn verða hörundssárir þegar það er verið að bjóða í leikmenn, það hlýtur að þýða að þeir séu að gera góða hluti. Ég hef mjög gaman af því í raun og veru. Það eru líka ýmis látalæti í gangi, ef maður býður í einhvern leikmann og það félag er fúlt, þá kannski býður það í einhvern annan leikmann hjá þér í staðinn. Það er bara gaman." Undirritaður tengdi þetta við tilboð fram Í Helga sem kom í kjölfar tilboði Víkings í Fred.

„Það var ekki nálgunin að fíflast neitt. Helgi er uppalinn Framari og við höfum í raun haft áhuga á því að fá hann aftur alveg frá því að hann fór. Við gerðum tilboð í hann og höfðum áhuga á því að fá hann."

„Mér fannst ummæli Kára athyglisverð, um að tilboðin sem þeir hefðu fengið í sína leikmenn hefðu ekki verið svaraverð. Tilboðið okkar í Helga er í raun sambærilegt og tilboðið þeirra í Fred. Mér fannst það athyglisverð ummæli."


Þér fannst ykkar tilboð í Fram mjög raunhæft?

„Já, miðað við að við fengum tilboð í Fred og gerðum sambærilegt tilboð í Helga. Þá þótti okkur það. Það hefur komið upp oftar en einu sinni að fá hann aftur til baka og var alveg alvara í því að vilja fá hann." Daði er bjartsýnn á að Helgi komi heim einn góðan veðurdag.

Daði sagði að lokum að möguleikinn á því að fá Gustav hafi komið mjög seint upp, Tiago og Tryggvi hafi meiðst nýlega.
Athugasemdir
banner