Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   fös 16. ágúst 2024 23:02
Sverrir Örn Einarsson
Nik: Á öðrum degi hefði lukkan getað verið með okkur í liði
Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks á hliðarlínunni í kvöld.
Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Munurinn á liðunum var í raun lítill og bara smáatriði. Eins og ég hef sagt við alla. Þetta var jafn leikur og bæði lið áttu sín augnablik. Þær byrjuðu vel án þess að skapa sér nokkuð en svo uxum við inn í leikinn. Það er í raun ekkert á milli liðanna og á öðrum degi hefði lukkan getað verið með okkur í liði.“ Sagði Nik Chamberlain þjálfari Blika eftir tap í úrslitum Mjólkurbikarsins gegn Val í kvöld en lokatölur urðu 2-1 fyrir Val.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Breiðablik

Agla María Albertsdóttir var í búning og á bekknum í kvöld en tók ekki þátt í leiknum. Það gerði hinsvegar Samantha Rose Smith sem gekk til liðs við Breiðablik á dögunum frá FHL.

„Samantha kom á inn á og sýndi okkur brot af þeim gæðum sem hún býr yfir. Hún æfði einu sinni með okkur fyrir leik og því erfitt fyrir hana að skína en hún sýndi þó smá. Við erum svo að fá Öglu Maríu til baka sem er stórt fyrir okkur í framhaldinu.“

Nik er að fara í annað sinn í bikarúrslit í annað sinn sem þjálfari en hann fór með lið Þróttar í úrslit 2021 og beið þar lægri hlut fyrir Breiðablik. Lið Breiðabliks er hinvegar að tapa sínum þriðja úrslitaleik á jafnmörgum árum. Hvernig verður fyrir NIk að rífa þær upp eftir tapið?

„Við erum bara stigi á eftir Val. Við erum því ekkert að fara að hengja haus eða neitt slíkt. Leikurinn í fyrra var annar og hefur ekkert að gera með teymið eða leikmannahópinn sem við erum með í dag. VIð þurfum bara að halda áfram.“

Sagði Nik en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner