Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
   fös 16. ágúst 2024 23:02
Sverrir Örn Einarsson
Nik: Á öðrum degi hefði lukkan getað verið með okkur í liði
Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks á hliðarlínunni í kvöld.
Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks á hliðarlínunni í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Munurinn á liðunum var í raun lítill og bara smáatriði. Eins og ég hef sagt við alla. Þetta var jafn leikur og bæði lið áttu sín augnablik. Þær byrjuðu vel án þess að skapa sér nokkuð en svo uxum við inn í leikinn. Það er í raun ekkert á milli liðanna og á öðrum degi hefði lukkan getað verið með okkur í liði.“ Sagði Nik Chamberlain þjálfari Blika eftir tap í úrslitum Mjólkurbikarsins gegn Val í kvöld en lokatölur urðu 2-1 fyrir Val.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  1 Breiðablik

Agla María Albertsdóttir var í búning og á bekknum í kvöld en tók ekki þátt í leiknum. Það gerði hinsvegar Samantha Rose Smith sem gekk til liðs við Breiðablik á dögunum frá FHL.

„Samantha kom á inn á og sýndi okkur brot af þeim gæðum sem hún býr yfir. Hún æfði einu sinni með okkur fyrir leik og því erfitt fyrir hana að skína en hún sýndi þó smá. Við erum svo að fá Öglu Maríu til baka sem er stórt fyrir okkur í framhaldinu.“

Nik er að fara í annað sinn í bikarúrslit í annað sinn sem þjálfari en hann fór með lið Þróttar í úrslit 2021 og beið þar lægri hlut fyrir Breiðablik. Lið Breiðabliks er hinvegar að tapa sínum þriðja úrslitaleik á jafnmörgum árum. Hvernig verður fyrir NIk að rífa þær upp eftir tapið?

„Við erum bara stigi á eftir Val. Við erum því ekkert að fara að hengja haus eða neitt slíkt. Leikurinn í fyrra var annar og hefur ekkert að gera með teymið eða leikmannahópinn sem við erum með í dag. VIð þurfum bara að halda áfram.“

Sagði Nik en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir