Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
   lau 16. ágúst 2025 22:25
Ívan Guðjón Baldursson
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir var kát eftir sigur í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í dag. Breiðablik hafði þar betur eftir framlengdan leik gegn FH.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Breiðablik

Berglind lagði fyrra jöfnunarmark Blika upp á 32. mínútu þegar hún gerði mjög vel að taka á móti boltanum og skila honum á Samantha Smith sem kláraði vel.

„Þetta er ótrúleg tilfinning, það er í rauninni ekkert í líkingu við að vinna bikarinn. Þetta er fáránlega skemmtilegt," sagði Berglind sem vann bikarinn einnig í fyrra en þá var hún í liði Vals. Hún kom inn af bekknum í úrslitaleiknum í fyrra og tók þátt í 2-1 sigri gegn Blikum.

„Þetta er skemmtilegra núna heldur en í fyrra því ég er að vinna með uppeldisklúbbnum mínum."

Berglind segir að leikurinn hafi verið ótrúlega erfiður og mögulega einn sá erfiðasti sem hún hefur nokkurn tímann spilað á ferlinum.

„Þetta hefur verið skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur en ég er extra ánægð með þennan sigur. Ég var svo stressuð undir lokin að ég hélt ég myndi æla þarna á bekknum. Það var gott að sigla þessu heim. Við erum með geggjaða stuðningsmenn og unnum þetta fyrir þau."

   16.08.2025 18:56
Mjólkurbikar kvenna: Breiðablik bikarmeistari eftir þriggja ára bið

Athugasemdir
banner
banner