Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   lau 16. ágúst 2025 22:25
Ívan Guðjón Baldursson
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Berglind Björg Þorvaldsdóttir var kát eftir sigur í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í dag. Breiðablik hafði þar betur eftir framlengdan leik gegn FH.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Breiðablik

Berglind lagði fyrra jöfnunarmark Blika upp á 32. mínútu þegar hún gerði mjög vel að taka á móti boltanum og skila honum á Samantha Smith sem kláraði vel.

„Þetta er ótrúleg tilfinning, það er í rauninni ekkert í líkingu við að vinna bikarinn. Þetta er fáránlega skemmtilegt," sagði Berglind sem vann bikarinn einnig í fyrra en þá var hún í liði Vals. Hún kom inn af bekknum í úrslitaleiknum í fyrra og tók þátt í 2-1 sigri gegn Blikum.

„Þetta er skemmtilegra núna heldur en í fyrra því ég er að vinna með uppeldisklúbbnum mínum."

Berglind segir að leikurinn hafi verið ótrúlega erfiður og mögulega einn sá erfiðasti sem hún hefur nokkurn tímann spilað á ferlinum.

„Þetta hefur verið skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur en ég er extra ánægð með þennan sigur. Ég var svo stressuð undir lokin að ég hélt ég myndi æla þarna á bekknum. Það var gott að sigla þessu heim. Við erum með geggjaða stuðningsmenn og unnum þetta fyrir þau."

   16.08.2025 18:56
Mjólkurbikar kvenna: Breiðablik bikarmeistari eftir þriggja ára bið

Athugasemdir
banner
banner