Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   lau 16. ágúst 2025 18:57
Sölvi Haraldsson
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var stórkostlegt. Bæði lið spiluðu frábæran leik og þetta var gífurlega spennandi leikur frá upphafi til enda.“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir bikarúrslitaleik FH og Breiðabliks sem hans konur unnu 3-2 í framlengingu.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Breiðablik

Þetta var frábær leikur, hvernig fannst Nik leikurinn spilast?

„Þetta var æðislegt eins og ég sagði. Tvö sókndjörf lið sem ætluðu sér sigurinn. Við gerðum það og náðum að vinna bikarinn. Þetta hefði getað dottið báðum meginn. Mér fannst við stjórna leiknum meira heilt yfir. En ég er gífurlega stoltur af hópnum.“

Hver er munurinn á liðinu frá því í fyrra og fyrir tveimur árum?

„Ég var ekki hérna fyrir tveimur árum svo það er erfitt fyrir mig að svara fyrir það en ég var hér í fyrra. Ég held að við höfum bara bætt við okkur vopnum fram á við. Það eru stærstu punktarnir. Svo vita bara allir sín hlutverk og sínar stöður. Það er engin að stressa sig á neinu hérna, þetta er æðislegt.“

Hvernig var að spila í svona stemningu hér á Laugardalsvelli?

„Það var geggjað. Þriðja skiptið hérna og stemningin verður bara betri og betri. Bara geggjað að loksins vinna.“

Hvernig fannst Nik stuðningurinn í dag?

„Stórkostlegur stuðningur í dag. Ég verð að hrósa þeim í dag. Sungu allan leikinn, þetta er ótrúlegt.“
Athugasemdir
banner
banner