Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
   lau 16. ágúst 2025 18:57
Sölvi Haraldsson
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var stórkostlegt. Bæði lið spiluðu frábæran leik og þetta var gífurlega spennandi leikur frá upphafi til enda.“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir bikarúrslitaleik FH og Breiðabliks sem hans konur unnu 3-2 í framlengingu.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Breiðablik

Þetta var frábær leikur, hvernig fannst Nik leikurinn spilast?

„Þetta var æðislegt eins og ég sagði. Tvö sókndjörf lið sem ætluðu sér sigurinn. Við gerðum það og náðum að vinna bikarinn. Þetta hefði getað dottið báðum meginn. Mér fannst við stjórna leiknum meira heilt yfir. En ég er gífurlega stoltur af hópnum.“

Hver er munurinn á liðinu frá því í fyrra og fyrir tveimur árum?

„Ég var ekki hérna fyrir tveimur árum svo það er erfitt fyrir mig að svara fyrir það en ég var hér í fyrra. Ég held að við höfum bara bætt við okkur vopnum fram á við. Það eru stærstu punktarnir. Svo vita bara allir sín hlutverk og sínar stöður. Það er engin að stressa sig á neinu hérna, þetta er æðislegt.“

Hvernig var að spila í svona stemningu hér á Laugardalsvelli?

„Það var geggjað. Þriðja skiptið hérna og stemningin verður bara betri og betri. Bara geggjað að loksins vinna.“

Hvernig fannst Nik stuðningurinn í dag?

„Stórkostlegur stuðningur í dag. Ég verð að hrósa þeim í dag. Sungu allan leikinn, þetta er ótrúlegt.“
Athugasemdir