Baleba fer ekki til Man Utd í sumar - Newcastle enn í framherjaleit - Ederson til Galatasaray?
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
   lau 16. ágúst 2025 18:57
Sölvi Haraldsson
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var stórkostlegt. Bæði lið spiluðu frábæran leik og þetta var gífurlega spennandi leikur frá upphafi til enda.“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir bikarúrslitaleik FH og Breiðabliks sem hans konur unnu 3-2 í framlengingu.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Breiðablik

Þetta var frábær leikur, hvernig fannst Nik leikurinn spilast?

„Þetta var æðislegt eins og ég sagði. Tvö sókndjörf lið sem ætluðu sér sigurinn. Við gerðum það og náðum að vinna bikarinn. Þetta hefði getað dottið báðum meginn. Mér fannst við stjórna leiknum meira heilt yfir. En ég er gífurlega stoltur af hópnum.“

Hver er munurinn á liðinu frá því í fyrra og fyrir tveimur árum?

„Ég var ekki hérna fyrir tveimur árum svo það er erfitt fyrir mig að svara fyrir það en ég var hér í fyrra. Ég held að við höfum bara bætt við okkur vopnum fram á við. Það eru stærstu punktarnir. Svo vita bara allir sín hlutverk og sínar stöður. Það er engin að stressa sig á neinu hérna, þetta er æðislegt.“

Hvernig var að spila í svona stemningu hér á Laugardalsvelli?

„Það var geggjað. Þriðja skiptið hérna og stemningin verður bara betri og betri. Bara geggjað að loksins vinna.“

Hvernig fannst Nik stuðningurinn í dag?

„Stórkostlegur stuðningur í dag. Ég verð að hrósa þeim í dag. Sungu allan leikinn, þetta er ótrúlegt.“
Athugasemdir
banner