Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   lau 16. ágúst 2025 18:57
Sölvi Haraldsson
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Þetta var stórkostlegt. Bæði lið spiluðu frábæran leik og þetta var gífurlega spennandi leikur frá upphafi til enda.“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir bikarúrslitaleik FH og Breiðabliks sem hans konur unnu 3-2 í framlengingu.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Breiðablik

Þetta var frábær leikur, hvernig fannst Nik leikurinn spilast?

„Þetta var æðislegt eins og ég sagði. Tvö sókndjörf lið sem ætluðu sér sigurinn. Við gerðum það og náðum að vinna bikarinn. Þetta hefði getað dottið báðum meginn. Mér fannst við stjórna leiknum meira heilt yfir. En ég er gífurlega stoltur af hópnum.“

Hver er munurinn á liðinu frá því í fyrra og fyrir tveimur árum?

„Ég var ekki hérna fyrir tveimur árum svo það er erfitt fyrir mig að svara fyrir það en ég var hér í fyrra. Ég held að við höfum bara bætt við okkur vopnum fram á við. Það eru stærstu punktarnir. Svo vita bara allir sín hlutverk og sínar stöður. Það er engin að stressa sig á neinu hérna, þetta er æðislegt.“

Hvernig var að spila í svona stemningu hér á Laugardalsvelli?

„Það var geggjað. Þriðja skiptið hérna og stemningin verður bara betri og betri. Bara geggjað að loksins vinna.“

Hvernig fannst Nik stuðningurinn í dag?

„Stórkostlegur stuðningur í dag. Ég verð að hrósa þeim í dag. Sungu allan leikinn, þetta er ótrúlegt.“
Athugasemdir