
„Þetta var stórkostlegt. Bæði lið spiluðu frábæran leik og þetta var gífurlega spennandi leikur frá upphafi til enda.“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir bikarúrslitaleik FH og Breiðabliks sem hans konur unnu 3-2 í framlengingu.
Lestu um leikinn: FH 2 - 3 Breiðablik
Þetta var frábær leikur, hvernig fannst Nik leikurinn spilast?
„Þetta var æðislegt eins og ég sagði. Tvö sókndjörf lið sem ætluðu sér sigurinn. Við gerðum það og náðum að vinna bikarinn. Þetta hefði getað dottið báðum meginn. Mér fannst við stjórna leiknum meira heilt yfir. En ég er gífurlega stoltur af hópnum.“
Hver er munurinn á liðinu frá því í fyrra og fyrir tveimur árum?
„Ég var ekki hérna fyrir tveimur árum svo það er erfitt fyrir mig að svara fyrir það en ég var hér í fyrra. Ég held að við höfum bara bætt við okkur vopnum fram á við. Það eru stærstu punktarnir. Svo vita bara allir sín hlutverk og sínar stöður. Það er engin að stressa sig á neinu hérna, þetta er æðislegt.“
Hvernig var að spila í svona stemningu hér á Laugardalsvelli?
„Það var geggjað. Þriðja skiptið hérna og stemningin verður bara betri og betri. Bara geggjað að loksins vinna.“
Hvernig fannst Nik stuðningurinn í dag?
„Stórkostlegur stuðningur í dag. Ég verð að hrósa þeim í dag. Sungu allan leikinn, þetta er ótrúlegt.“
Athugasemdir