
Birta Georgsdóttir varð í dag bikarmeistari með Breiðabliki eftir sigur á FH í framlengdum leik. Birta var að spila sinn fimtma bikarúrslitaleik og vinna sinn annan bikaritil. Hún skoraði annað mark Blika í leiknum og ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.
Lestu um leikinn: FH 2 - 3 Breiðablik
„Ég er eiginlega bara orðlaus, við erum búin að mæta í þennan leik og búin að tapa síðustu þrjú ár. Þetta er ótrúlega kærkomið að koma hérna og vinna."
„Vá, þetta er smá í blakkáti, í minningunni er þetta 50-50 leikur, ógeðslega mikil ákefð og barátta - fer í framlengingu. Við erum með ótrúleg gæði þannig við náðum að klára þetta."
„Ég bað sjálf um skiptingu, fékk aðeins í nárann, vissum fyrir leikinn að ég væri smá tæp. Sem betur fer allt í lagi."
„Þetta er bara geggjað að upplifa þetta, þetta er bara bilun," segir bikarmeistarinn.
Birta Georgsdóttir jafnar metin fyrir Breiðablik með hárnákvæmu skoti í stöng og inn. Það er markasúpa hérna á Laugardalsvelli! ???? pic.twitter.com/Ao7NBeSr12
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 16, 2025
Athugasemdir