Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   lau 16. ágúst 2025 19:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Kvenaboltinn
Fagnar hér markinu sínu í leiknum.
Fagnar hér markinu sínu í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Birta Georgsdóttir varð í dag bikarmeistari með Breiðabliki eftir sigur á FH í framlengdum leik. Birta var að spila sinn fimtma bikarúrslitaleik og vinna sinn annan bikaritil. Hún skoraði annað mark Blika í leiknum og ræddi við Fótbolta.net eftir leikinn.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Breiðablik

„Ég er eiginlega bara orðlaus, við erum búin að mæta í þennan leik og búin að tapa síðustu þrjú ár. Þetta er ótrúlega kærkomið að koma hérna og vinna."

„Vá, þetta er smá í blakkáti, í minningunni er þetta 50-50 leikur, ógeðslega mikil ákefð og barátta - fer í framlengingu. Við erum með ótrúleg gæði þannig við náðum að klára þetta."

„Ég bað sjálf um skiptingu, fékk aðeins í nárann, vissum fyrir leikinn að ég væri smá tæp. Sem betur fer allt í lagi."

„Þetta er bara geggjað að upplifa þetta, þetta er bara bilun,"
segir bikarmeistarinn.

Athugasemdir
banner