Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
   lau 16. ágúst 2025 19:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ógeðslega ánægð, sjúklega glöð, gott að vinna bikar," segir bikarmeistarinn Heiða Ragney Viðarsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir sigur á FH í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Breiðablik

„Mér fannst ekkert rosalega mikið í kringum leikinn í þetta skiptið, við vorum rosa mikið að einbeita okkur að því að þetta sé eins og hver annar leikur, og held að það hafi alveg skilað. Það var ekkert stress í kringum leikinn, en svo þegar maður labbar inn á völlinn, og það er svo mikið af fólki, þá er það náttúrulega hrikalega skemmtilegt."

„Mér fannst við sem lið kannski búa til meira í kringum leikinn í fyrra, núna vorum við mjög frjálslegar í kringum þennan dag og nálguðumst þetta sem hvern annan leik. Margar í Breiðabliki eru orðnar vanar þessu,"
sagði Heiða sem var að spila sinn annan bikarúrslitaleik.

„Mér fannst stuðningurinn geggjaður, vá hvað ég er ánægð að sjá svona rosalega mikið af fólki. Það voru svo mikil læti að maður heyrði ekki neitt inn á vellinum. Mjög glöð og meira svona!"

„Ég var svo fegin þegar það var flautað til leiksloka, sérstaklega eftir að þær skoruðu markið en svo var það rangstaða. Það var mjög gott þegar lokaflautið kom."


Hún kom frá Stjörnunni fyrir síðasta tímabil og hefur nú unnið deildina og bikartitil.

„Mér líður virkilega vel, þetta var það sem ég vildi, ég vildi vinna bikara og það hefur komið. Þannig ég er mjög ánægð með þessi skipti," segir bikarmeistarinn.
Athugasemdir
banner