Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   lau 16. ágúst 2025 19:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Ógeðslega ánægð, sjúklega glöð, gott að vinna bikar," segir bikarmeistarinn Heiða Ragney Viðarsdóttir, leikmaður Breiðabliks, eftir sigur á FH í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.

Lestu um leikinn: FH 2 -  3 Breiðablik

„Mér fannst ekkert rosalega mikið í kringum leikinn í þetta skiptið, við vorum rosa mikið að einbeita okkur að því að þetta sé eins og hver annar leikur, og held að það hafi alveg skilað. Það var ekkert stress í kringum leikinn, en svo þegar maður labbar inn á völlinn, og það er svo mikið af fólki, þá er það náttúrulega hrikalega skemmtilegt."

„Mér fannst við sem lið kannski búa til meira í kringum leikinn í fyrra, núna vorum við mjög frjálslegar í kringum þennan dag og nálguðumst þetta sem hvern annan leik. Margar í Breiðabliki eru orðnar vanar þessu,"
sagði Heiða sem var að spila sinn annan bikarúrslitaleik.

„Mér fannst stuðningurinn geggjaður, vá hvað ég er ánægð að sjá svona rosalega mikið af fólki. Það voru svo mikil læti að maður heyrði ekki neitt inn á vellinum. Mjög glöð og meira svona!"

„Ég var svo fegin þegar það var flautað til leiksloka, sérstaklega eftir að þær skoruðu markið en svo var það rangstaða. Það var mjög gott þegar lokaflautið kom."


Hún kom frá Stjörnunni fyrir síðasta tímabil og hefur nú unnið deildina og bikartitil.

„Mér líður virkilega vel, þetta var það sem ég vildi, ég vildi vinna bikara og það hefur komið. Þannig ég er mjög ánægð með þessi skipti," segir bikarmeistarinn.
Athugasemdir
banner
banner