Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. september 2019 12:46
Elvar Geir Magnússon
Enska veðrið fer í taugarnar á Klopp
Það vill oft vera blautt á Bretlandseyjum.
Það vill oft vera blautt á Bretlandseyjum.
Mynd: Getty Images
Mirror segir að enska veðráttan sé að hindra Jurgen Klopp í að skrifa undir nýjan samning við Liverpool.

Klopp hefur ýjað að því að hann gæti tekið sér frí frá fótbolta 2022 þegar samningur hans rennur út en Liverpool vill skiljanlega fá hann til að skrifa undir enn lengri samning.

Umboðsmaður Klopp, Mark Kosicke, segir að enska veðurfarið sé ekki í miklum metum hjá þýska stjóranum.

„Það ætti ekki að vanmeta áhrif veðursins og við þurfum að sjá hvort að veðurfarið á Englandi muni batna. Jurgen og Ulla (eiginkona hans) vakna saman á morgnana og það er dimmt. Þegar þau hittast aftur er líka dimmt eða grátt og þoka," segir Kosicke.

„Í Þýskalandi er vetrarfrí og liðin fara þá í æfingabúðir í sólinni. Á þessum tímapunkti þurfa stjórar á Englandi stundum að búa sig undir allt að þrettán leiki."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner