Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   mán 16. september 2019 21:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar Örn: KR-ingar eru bara bestir, það er bara þannig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er búið að vera hangandi yfir lengi og það er hrikalega ljúft að klára þetta," sagði Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR, eftir sigur á Val í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 KR

KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Val í kvöld.

„Við tókum þetta gamla, einn leik í einu og allt það. Það skilaði okkur hingað. Það er ógeðslega gott að klára þetta í dag. Þá er þetta frá og við getum notið þess að klára þetta mót."

„Þetta er sennilega næst besti staðurinn fyrir KR-inga að fagna titli. Ég er ánægður með að gera það fyrir hönd allra KR-inga. Það er aukaatriði," sagði Óskar um að vinna titilinn á Hlíðarenda.

Að lokum sagði Óskar: „KR-ingar eru bara bestir, það er bara þannig."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner