Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. september 2020 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: 433/DV.is 
Amanda gæti valið að spila fyrir Noreg
Amanda Andradóttir.
Amanda Andradóttir.
Mynd: Nordsjælland
Hin 16 ára gamla Amanda Jacobsen Andradóttir hefur vakið athygli fyrir frammistöðu sína í dönsku úrvalsdeildinni.

Hún var á mála hjá Fortuna Hjörring en samdi við FC Nordsjælland/Farum BK í ágúst. Amanda er með norskt ríkisfang og gæti í framtíðinni valið að spila fyrir norska A-landsliðið.

„Það hefur gengið vel með unglingalandsliði Íslands, ef sá tímapunktur kemur þar sem ég þarf að velja mér landslið þá verður það líklega erfið ákvörðun," segir Amanda, í viðtali við norska miðilinn Nfvinner sem sérhæfir sig í kvennaknattspyrnu.

Faðir Amöndu er Andri Sigþórsson en móðir hennar er norsk.

„Hún er einn af fjölmörgum ungum og efnilegum leikmönnum. Við erum með hóp af ungum leikmönnum sem eru að gera góða hluti. Hún er spennandi leikmaður sem verður gaman að fylgjast með áfram," sagði landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson um Amöndu í samtali við Fótbolta.net í síðustu viku eftir að landsliðshópurinn var tilkynntur.

Ísland mætir Lettlandi og Svíþjóð í landsleikjaglugganum sem nú er í gangi.
Athugasemdir
banner
banner
banner