Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 16. september 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin í dag - Eitt Íslendingalið og stórleikur í Leicester
Lærisveinar Brendan Rodgers í Leicester eiga erfiðan leik fyrir höndum.
Lærisveinar Brendan Rodgers í Leicester eiga erfiðan leik fyrir höndum.
Mynd: EPA
Fær Ögmundur tækifæri í Evrópudeildinni?
Fær Ögmundur tækifæri í Evrópudeildinni?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Riðlakeppni Evrópudeildarinnar hófst í gær og heldur áfram í dag. Það er mikill fjöldi leikja á dagskrá þennan fimmtudaginn.

Það er aðeins eitt Íslendingalið að spila í dag; Olympiakos mætir Antwerp frá Belgíu. Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson hefur ekki fengið mörg tækifæri með Olympiakos að undanförnu en spurning hvort hann fái það í Evrópudeildinni.

Stórleikur dagsins er nú líklega í Leicester þar sem heimamenn fá Napoli í heimsókn.

Alla leiki dagsins má sjá hér fyrir neðan.

fimmtudagur 16. september

EUROPA LEAGUE: Group B
19:00 Mónakó - Sturm
19:00 PSV - Real Sociedad

EUROPA LEAGUE: Group A
19:00 Rangers - Lyon
19:00 Brondby - Sparta Prag

EUROPA LEAGUE: Group C
19:00 Leicester - Napoli

EUROPA LEAGUE: Group D
19:00 Eintracht Frankfurt - Fenerbahce
19:00 Olympiakos - Antwerp

EUROPA LEAGUE: Group E
16:45 Galatasaray - Lazio
16:45 Lokomotiv - Marseille

EUROPA LEAGUE: Group F
16:45 Midtjylland - Ludogorets
16:45 Rauða stjarnan - Braga

EUROPA LEAGUE: Group G
16:45 Leverkusen - Ferencvaros
16:45 Betis - Celtic

EUROPA LEAGUE: Group H
16:45 Dinamo Zagreb - West Ham
16:45 Rapid - Genk
Athugasemdir
banner
banner
banner