Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
banner
   fös 16. september 2022 22:34
Sigríður Dröfn Auðunsdóttir
Björgvin Karl: Held að okkur hafi verið spáð 10. sæti þannig að við verðum að vera mjög kát
Kvenaboltinn
Björgvin Karl Gunnarsson
Björgvin Karl Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Mér fannst leikurinn alveg þokkalegur, við vorum ekkert sérstakar í fyrri hálfleik en svo komum við sterakar í seinni og skorum mark og okkur leið bara mjög vel, vorum að ná góðum tökum á leiknum svo missum við mann út af og eftir það var þetta svolítið ströggl og við vorum í rauninni bara að verjast síðustu mínúturnar", sagði Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari Fjarðarbyggðar/Hattar/Leiknis eftir 1-1 jafntelfi við HK í lokaumferð Lengjudeildar kvenna í kvöld.


Lestu um leikinn: HK 1 -  1 Fjarðab/Höttur/Leiknir

Linli Tu markahæsti leikmaður mótsins kom Fjarðabyggð/Hetti/Leikni í forystu á 51. mínútu en á 54. mínútu misstu þær svo leikmann af velli með rautt spjald. Liðið náða að verja forystuna fram á síðustu mínútu leiksins þegar HK-ingar jöfnuðu metin, 

„Já, það var mjög súrt, 45 sekúndur eftir af uppbótatíma og það var mjög súrt að fá á sig jöfnunarmark á þeim tíma".

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir voru nýliðar í deildinni í sumar en enduðu í 5. sæti, Björgvin sagðist vera ánægður með sumarið og stoltur, 

„Heilt yfir bara mjög gott, mjög stoltir af liðinu, frábært liðsheild og leikmenn búnir að standa sig gríðarlega vel og svona ein og ein sem að við hefðu kannski getað dottið okkar megin og þá hefðum við verið ofar en ég hugsa að heilt yfir verðum við mjög sátt við þetta, ég held að okkur hafi verið spáð 10. sæti þannig að við verðum að vera mjög kát".

Viðtalið við Björgvin Karl má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner