De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   lau 16. september 2023 16:21
Ívan Guðjón Baldursson
Besta deild kvenna: ÍBV fékk sjö mörk á sig í úrslitaleiknum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Síðustu tveimur leikjum tímabilsins í neðri hluta Bestu deildar kvenna er lokið og er ljóst að ÍBV fellur niður um deild ásamt frænkum sínum frá Selfossi.


Lestu um leikinn: Tindastóll 7 -  2 ÍBV

Tindastóll 7 - 2 ÍBV
1-0 Murielle Tiernan '(1)
1-1 Helena Hekla Hlynsdóttir ('2)
2-1 Murielle Tiernan ('14)
3-1 Aldís María Jóhannsdóttir ('22)
4-1 Melissa Alison Garcia ('26)
5-1 Murielle Tiernan ('35)
6-1 María Dögg Jóhannesdóttir ('50)
7-1 Murielle Tiernan ('78)
7-2 Kristín Erna Sigurlásdóttir ('80)

Lestu um leikinn

Eyjakonur heimsóttu Tindastól til Sauðárkróks í úrslitaleik um sæti í efstu deild, þar sem ÍBV þurfti helst sigur til að bjarga sér. Þetta fór þó ekki vel af stað því Murielle Tiernan skoraði strax á fyrstu mínútu.

Helena Hekla Hlynsdóttir jafnaði skömmu síðar fyrir ÍBV en heimakonur skiptu um gír í kjölfarið og byrjuðu að raða inn mörkunum. Murielle fullkomnaði þrennu í fyrri hálfleik og bætti fjórða markinu svo við í þeim síðari.

Staðan var 5-1 í leikhlé en lokatölur urðu 7-2 eftir að Kristín Erna Sigurlásdóttir minnkaði muninn undir lokin.

Frábær sigur hjá Tindastóli sem heldur sér í deild þeirra bestu ásamt Keflavík, sem hafði betur gegn föllnu liði Selfyssinga.

Keflavík 1 - 0 Selfoss
1-0 Anita Lind Daníelsdóttir ('28)

Lestu um leikinn

Aníta Lind Daníelsdóttir skoraði eina mark leiksins í sigri Keflavíkur gegn Selfossi sem hefði hæglega getað verið stærri.

Keflvíkingar voru talsvert sterkari aðilinn og komust í góð færi en tókst ekki að nýta þau.

Selfoss komst nálægt því að stela stigi á lokakaflanum en tókst ekki að skora og lýkur því tímabilinu með 11 stig eftir 21 umferð. Keflavík endar með 24 stig og bjargar sér frá falli.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner