Það eru fimm leikir að hefjast í ensku úrvalsdeildinni og hafa öll byrjunarliðin verið tilkynnt.
Það eru afar spennandi leikir á dagskrá í dag þar sem Manchester United tekur á móti Brighton á meðan Manchester City heimsækir West Ham United.
Rasmus Höjlund spilar sinn fyrsta byrjunarliðsleik í treyju Man Utd í dag þar sem hann leiðir sóknarlínu Rauðu djöflanna með Bruno Fernandes og Marcus Rashford sér til aðstoðar.
Scott McTominay kemur þá einnig inn í byrjunarliðið og er ein af þremur breytingum sem Erik ten Hag gerir á liðinu eftir tap gegn Arsenal fyrir landsleikjahlé.
Roberto De Zerbi gerir hvorki meira né minna en sex breytingar á byrjunarliði Brighton eftir tap gegn Newcastle í síðustu umferð.
Evan Ferguson kemst á bekkinn eftir að hafa verið meiddur og þá er ekki pláss fyrir Pervis Estupinan eftir að hann spilaði með Ekvador í landsleikjahlénu.
Bart Verbruggen, Billy Gilmour, Solly March og Joao Pedro detta einnig úr byrjunarliðinu og koma Jason Steele, Tariq Lamptey, Mahmoud Dahoud, Adam Lallana, Danny Welbeck og Simon Adringra inn í byrjunarliðið.
Man Utd: Onana; Dalot, Lindelof, Martinez, Reguilon; Casemiro, Eriksen, McTominay; Fernandes, Hojlund, Rashford.
Varamenn: Bayindir, Maguire, Martial, Garnacho, Pellistri, Wan-Bissaka, Evans, Gore, Hannibal.
Brighton: Steele, Lamptey, Dunk, Van Hecke, Veltman; Dahoud, Lallana, Gross; Adingra, Welbeck, Mitoma.
Varamenn: Verbruggen, Julio, Webster, Milner, Pedro, Gilmour, Baleba, Ferguson, Fati.
Pep Guardiola gerir tvær breytingar á byrjunarliði Englandsmeistaranna eftir sigur í síðustu umferð, þar sem Josko Gvardiol og Bernardo Silva koma inn í liðið fyrir Nathan Aké og Mateo Kovacic.
Jeremy Doku, Phil Foden og Julian Alvarez byrja ásamt Erling Haaland í framlínunni þar sem aðrir leikmenn í sömu stöðum eru meiddir.
David Moyes gerir aðeins eina breytingu á liði West Ham þar sem Tomas Soucek kemur inn fyrir Said Benrahma.
Lucas Paquetá byrjar gegn liðinu sem reyndi að kaupa hann í sumar og þá er Kostas Mavropanos á bekknum hjá Hömrunum.
West Ham: Areola, Coufal, Zouma, Aguerd, Emerson, Alvarez, Soucek, Ward-Prowse, Paqueta, Bowen, Antonio.
Varamenn: Fabianski, Cresswell, Fornals, Kudus, Mavropanos, Ings, Ogbonna, Benrahma, Kehrer.
Man City: Ederson, Walker, Dias, Gvardiol, Akanji, Rodri, Silva, Foden, Alvarez, Doku, Haaland.
Varamenn: Ortega, Carson, Phillips, Ake, Gomez, Nunes, Bobb, Lewis.
Tottenham: Vicario; Porro, Romero, Van de Ven, Udogie; Sarr, Bissouma; Kulusevski, Maddison, Solomon; Son.
Varamenn: Forster, Davies, Dier, Perisic, Royal, Skipp, Hojbjerg, Johnson, Richarlison.
Sheffield Utd: Foderingham; Ahmedhodzic, Basham, Robinson; Bogle, Souza, McAtee, Hamer, Thomas; McBurnie, Archer.
Varamenn: A Davies, Trusty, Traore, Norwood, T Davies, Slimane, Larouci, Seriki.
Fulham: Leno, Tete, Reed, Jimenez, Wilson, Ream, Pereira, Willian, Castagne, Palhinha, Diop
Varamenn: Rodak, Bassey, Cairney, Ballo-Toure, Decordova-Reid, Muniz, Iwobi, Vinicius, Francois.
Luton: Kaminski, Lockyer, Andersen, Morris, Kabore, Nakamba, Chong, Burke, Brown, Lokonga, Bell.
Varamenn: Krul, Ogbene, Berry, Woodrow, Adebayo, Mengi, Mpanzu, Giles, Doughty.
Aston Villa: Martinez, Cash, Konsa, Pau Torres, Digne, Luiz, Kamara, McGinn, Diaby, Watkins, Zaniolo.
Varamenn: Olsen, Marschall, Tielemans, Moreno, Chambers, Lenglet, Duran, Bailey, Dendoncker.
Crystal Palace: Johnstone, Ward, Richards, Andersen, Mitchell, Doucoure, Hughes, Ayew, Eze, Schlupp, Edouard.
Varamenn: Henderson, Matthews, Holding, Mateta, Clyne, Ebiowei, Ahamada, Riedewald, Rak-Sakyi.