De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   lau 16. september 2023 13:34
Ívan Guðjón Baldursson
England: Liverpool kom til baka og sigraði Úlfana
Mynd: EPA

Wolves 1 - 3 Liverpool
1-0 Hwang Hee-chan ('7)
1-1 Cody Gakpo ('55)
1-2 Andy Robertson ('85)
1-3 Harvey Elliott ('91)


Wolves tók á móti Liverpool í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og úr varð hörkuslagur þar sem heimamenn í Wolverhampton byrjuðu betur og tóku forystuna á sjöundu mínútu.

Úlfarnir voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað aukið forystuna um eitt eða tvö mörk en færanýtingin var ekki nægilega góð.

Undir lok fyrri hálfleiks vaknaði Liverpool til lífsins og komst nálægt því að jafna, en tókst ekki að skora fyrr en í síðari hálfleik. Þar var Cody Gakpo á ferðinni eftir undirbúning frá Mohamed Salah sem átti eftir að gera gæfumuninn.

Liverpool var talsvert sterkari aðilinn í síðari hálfleik en tókst ekki að taka forystuna fyrr en á lokakaflanum, þegar Andy Robertson kom boltanum í netið eftir stoðseningu frá Salah.

Það var svo Harvey Elliott sem gerði endanlega út um viðureignina með marki snemma í uppbótartíma, en leikurinn var loksins flautaður af þegar rúmlega 100 mínútur voru komnar á leikklukkuna.

Liverpool fer tímabundið á topp ensku úrvalsdeildarinnar þar sem liðið er komið með 13 stig eftir fimm umferðir, en getur misst toppsætið þegar Manchester City og fleiri lið spila leiki sína yfir helgina.


Athugasemdir
banner
banner