De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   lau 16. september 2023 15:18
Ívan Guðjón Baldursson
Ingibjörg skoraði í jafntefli - Sara í sigurliði
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ingibjörg Sigurðardóttir var á sínum stað í byrjunarliði Vålerenga sem heimsótti Asane í efstu deild norska boltans í dag.


Ingibjörg er fyrirliði Valerenga og var staðan markalaus í þessum mikilvæga leik þar sem Valerenga þurfti sigur í titilbaráttunni. Ingibjörg tók það því á sjálfa sig að skora fyrsta mark leiksins á 83. mínútu og reyndi liðið að hala markinu hreinu eftir bestu getu, en það tókst ekki.

Ida Kroken gerði jöfnunarmark á 95. mínútu og bjargaði þannig stigi fyrir heimakonur, en þetta eru ekki góðar fréttir fyrir Valerenga sem gæti dregist afturúr Rosenborg í titilbaráttunni ef Selma Sól Magnúsdóttir og stöllur vinna sinn leik gegn Roa sem er í gangi þessa stundina.

Valerenga er í öðru sæti deildarinnar með 46 stig eftir 21 umferð á meðan Asane er sex stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Í ítalska boltanum var Sara Björk Gunnarsdóttir í byrjunarliði Juventus og lék allan leikinn í sigri á útivelli gegn Pomigliano.

Juve var sterkari aðilinn og verðskulaði sigurinn, en liðin áttust við í fyrstu umferð nýs tímabils. Juve endaði í öðru sæti á síðustu leiktíð á meðan Pomigliano þurfti umspilsleik til að bjarga sér frá falli.

Asane 1 - 1 Valerenga
0-1 Ingibjörg Sigurðardóttir ('83)
1-1 Ida Kroken ('95)

Pomigliano 2 - 3 Juventus


Athugasemdir
banner
banner