Úrslitaleikur Mjólkurbikars karla fer fram í dag er Víkingur R. og KA mætast á Laugardalsvelli en það mun einnig skýrast hvaða lið fer beint upp í Bestu deildina er lokaumferð Lengjudeildarinnar fer fram.
Víkingur getur unnið bikarinn í fjórða sinn í röð er liðið spilar við KA.
Lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar hafa unnið síðustu tvö ár en árið 2020 var keppnin flautuð af vegna Covid og var því enginn sigurvegari. Árið 2019 vann Víkingur einnig bikarinn og á liðið því möguleika áð vinna fjórða sinn í röð.
Leikurinn hefst klukkan 16:00 á Laugardalsvelli.
Það er rosaleg dagskrá í lokaumferð Lengjudeildarinnar. ÍA og Afturelding eru í baráttu um Bestu deildarsæti en ÍA er með þriggja stiga forystu og mætir Gróttu á meðan Afturelding heimsækir Þrótt.
Það er ekki öll von úti fyrir Aftureldingu ef liðið missir af toppsætinu en liðin í 2. til 5. sæti fyrir í umspil um sæti í efstu deild.
Alls geta fimm lið fallið niður í 2. deild en það eru Selfoss, Njarðvík, Þróttur, Grótta og Þór. Tvö síðustu liðin eru með 24 stig en hin þrjú með 23 stig fyrir lokaumferðina.
Spenna í fimm af sex leikjum lokaumferðar Lengjudeildarinnar
Þá kemur í ljós hvaða lið fer upp í Lengjudeildina með Dalvík/Reyni en ÍR-ingar eru í kjörstöðu fyrir lokaumferðina. Liðið mætir Hetti/Hugin á meðan KFA, sem er í þriðja sætinu, mætir Sindra.
Kormákur/Hvöt þarf þá aðeins eitt stig til að koma sér upp úr 3. deildinni. Liðið fær Augnablik í heimsókn.
Leikir dagsins:
Mjólkurbikar karla
16:00 Víkingur R.-KA (Laugardalsvöllur)
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
14:00 Tindastóll-ÍBV (Sauðárkróksvöllur)
14:00 Keflavík-Selfoss (HS Orku völlurinn)
Lengjudeild karla
12:00 Ægir-Leiknir R. (Þorlákshafnarvöllur)
14:00 Selfoss-Vestri (JÁVERK-völlurinn)
14:00 Þróttur R.-Afturelding (AVIS völlurinn)
14:00 Fjölnir-Njarðvík (Extra völlurinn)
14:00 Þór-Grindavík (VÍS völlurinn)
14:00 ÍA-Grótta (Norðurálsvöllurinn)
2. deild karla
12:00 Haukar-KF (Ásvellir)
13:30 Völsungur-Dalvík/Reynir (PCC völlurinn Húsavík)
14:00 Höttur/Huginn-ÍR (Vilhjálmsvöllur)
14:00 KFA-Sindri (Fjarðabyggðarhöllin)
14:00 KFG-Þróttur V. (Samsungvöllurinn)
2. deild kvenna
15:30 Sindri-KH (Jökulfellsvöllurinn)
3. deild karla
14:00 Reynir S.-Árbær (Brons völlurinn)
14:00 Elliði-Ýmir (Würth völlurinn)
14:00 KFS-Víðir (Týsvöllur)
14:00 Hvíti riddarinn-ÍH (Malbikstöðin að Varmá)
14:00 Kormákur/Hvöt-Augnablik (Blönduósvöllur)
5. deild karla - úrslitakeppni
12:00 RB-Kría (Nettóhöllin)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir