De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   lau 16. september 2023 15:05
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Vlahovic með tvennu gegn Lazio - Birkir í sigurliði
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Juventus 3 - 1 Lazio
1-0 Dusan Vlahovic ('10)
2-0 Federico Chiesa ('26)
2-1 Luis Alberto ('64)
3-1 Dusan Vlahovic ('67)


Dusan Vlahovic hefur byrjað nýtt tímabil af krafti á Ítalíu og skoraði tvennu í frábærum sigri á Lazio í dag.

Vlahovic kom Juve yfir með laglegu marki snemma leiks og tvöfaldaði Federico Chiesa svo forystuna með föstu skoti.

Lazio gerðu sig hættulega á köflum en tókst ekki að komast í gegnum skipulagða vörn Juve, sem verðskuldaði tveggja marka forystu í leikhlé.

Luis Alberto minnkaði muninn í síðari hálfleik með góðu skoti utan teigs en Vlahovic var snöggur að svara og tvöfaldaði hann forystu heimamanna á ný með frábæru marki eftir langa sendingu frá Weston McKennie upp völlinn.

Lokatölur 3-1 og verðskuldaður sigur Juve staðreynd. Lærisveinar Max Allegri eru komnir með 10 stig eftir fjórar umferðir á meðan Lazio situr eftir með 3 stig.

Lecco 0 - 2 Brescia

Pisa 1 - 1 Bari

Birkir Bjarnason lék þá allan leikinn er Brescia lagði Lecco að velli í B-deildinni.

35 ára gamall Birkir hefur verið að festa sig í sessi sem mikilvægur hlekkur á miðju Brescia og er liðið með sex stig eftir tvær umferðir.

Hjörtur Hermannsson var þá ekki í hóp þegar Pisa gerði jafntefli við Bari, en hann spilaði með íslenska landsliðinu í sigri gegn Bosníu á dögunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner