De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   lau 16. september 2023 16:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: ÍA er meistari (Staðfest) - Selfoss féll á einu marki
Lengjudeildin
Lengjudeildarmeistarar.
Lengjudeildarmeistarar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfyssingar eru fallnir.
Selfyssingar eru fallnir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Njarðvík hélt sér uppi með naumindum.
Njarðvík hélt sér uppi með naumindum.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Lengjudeild karla var að klárast en ÍA stendur uppi sem sigurvegari í deildinni. Afturelding var gríðarlega lengi með forystuna í deildinni en ÍA reyndist sterkari aðilinn á lokametrunum.

ÍA endaði tímabilið í miklum vindi á Skaganum en þeir létu aðstæður ekki á sig fá og unnu frábæran sigur. Það má segja að leikurinn á Akranesi hafi ráðist eftir um hálftíma leik en þá fékk ÍA vítaspyrnu. Um leið fékk Gabríel Hrannar Eyjólfsson rautt spjald fyrir að verja boltann á línu.

ÍA leiddi 3-0 í hálfleik og skoraði Viktor Jónsson svo sitt 20. mark í deildinni á 73. mínútu, 4-0. Grótta náði að klóra í bakkann og lokatölur 4-1. ÍA snýr aftur upp í Bestu deildina. En á meðan þarf Afturelding að fara í umspilið og eru þeir eflaust mjög svekktir með það.

Afturelding fer inn í umspilið eftir tapleik þar sem þeir töpuðu á ótrúlegan hátt gegn Þrótti í Laugardalnum í dag. Þróttur skoraði tvisvar í uppbótartíma og vann 2-1, en Steven Lennon gerði sigurmarkið.

Selfoss fellur á markatölu
Á hinum enda töflunnar var mikil dramatík þar sem Selfoss féll niður í 2. deild.

Selfoss lenti snemma 0-2 undir gegn Vestra á heimavelli. Valdimar Jóhannsson minnkaði muninn í byrjun seinni hálfleiks fyrir Selfoss en þeir komust ekki lengra. Lokatölur 1-2.

Njarðvík endaði með jafnmörg stig og Selfoss þar sem þeir töpuðu gegn Fjölni í Grafarvogi. Og það mátti ekki miklu muna. Fjölnir vann leikinn 4-0 en ef þeir hefðu sett eitt mark í viðbót þá hefði Njarðvík fallið með Ægi.

Þór endaði þá tímabilið býsna vel en þeir unnu Grindavík 3-0 á heimavelli sínum. Hér fyrir neðan má sjá úrslitin í leikjunum sem voru að klárast og þar fyrir neðan er stigataflan en hún gæti tekið tíma að uppfæra sig.

ÍA 4 - 1 Grótta
1-0 Viktor Jónsson ('11 )
2-0 Arnór Smárason ('29 , víti)
3-0 Aron Bjarki Jósepsson ('45 , sjálfsmark)
4-0 Viktor Jónsson ('73 )
4-1 Hilmar Andrew McShane ('84 )
Rautt spjald: Gabríel Hrannar Eyjólfsson, Grótta ('28) Lestu um leikinn

Fjölnir 4 - 1 Njarðvík
1-0 Dagur Ingi Axelsson ('5 )
2-0 Jónatan Guðni Arnarsson ('52 )
3-0 Baldvin Þór Berndsen ('74 )
4-0 Oliver James Kelaart Torres ('86 , sjálfsmark)
Lestu um leikinn

Þór 3 - 0 Grindavík
1-0 Aron Ingi Magnússon ('45 )
2-0 Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('58 )
3-0 Aron Ingi Magnússon ('86 )
Lestu um leikinn

Selfoss 1 - 2 Vestri
0-1 Ívar Breki Helgason ('6 )
0-2 Benedikt V. Warén ('15 )
1-2 Valdimar Jóhannsson ('48 )
Lestu um leikinn

Þróttur R. 2 - 1 Afturelding
0-1 Aron Elí Sævarsson ('58 , víti)
1-1 Hinrik Harðarson ('90 )
2-1 Steven Lennon ('90 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner