
Ægir 0 - 5 Leiknir R.
0-1 Daníel Finns Matthíasson ('34)
0-2 Róbert Hauksson ('37)
0-3 Róbert Hauksson ('51)
0-4 Jón Hrafn Barkarson ('57)
0-5 Jón Hrafn Barkarson ('60)
Lestu um leikinn: Ægir 0 - 5 Leiknir R.
Botnlið Ægis steinlá á heimavelli í lokaumferð Lengjudeildar karla, þegar Leiknir kíkti í heimsókn úr Breiðholtinu.
Staðan var markalaus fyrsta hálftíma leiksins en það var aðeins eitt lið á vellinum eftir að Daníel Finns Matthíasson braut ísinn með marki á 34. mínútu.
Róbert Hauksson tvöfaldaði forystuna skömmu síðar og setti svo þriðja mark gestanna í upphafi síðari hálfleiks, skömmu áður en Jón Hrafn Barkarson bætti tveimur mörkum við.
Staðan var því orðin 0-5 eftir klukkutíma leik og tókst hvorugu liði að bæta marki við. Niðurstaðan þægilegur sigur Leiknis sem lýkur keppni í 5. sæti Lengjudeildarinnar og fer í umspil um sæti í Bestu deildinni. Þar mætir Leiknir annað hvort Aftureldingu eða ÍA í fyrsta leik.
Ægir endar sumarið á botni Lengjudeildarinnar, með 9 stig úr 22 umferðum.