Sparkspekingurinn, Graeme Souness, telur að Jude Bellingham geti orðið einn allra besti miðjumaður heims á næstu árum en hann ber hann saman við frönsku goðsögnina Zinedine Zidane í Daily Mail.
Bellingham samdi við Real Madrid í sumar en öll stærstu félög heims sýndu honum áhuga og var Liverpool meðal annars í viðræðum við enska landsliðsmanninn.
Englendingurinn hefur byrjaði frábærlega í Madríd og telur Souness að þarna sé mögulegur arftaki Zidane á ferð.
Zidane er einn besti miðjumaður sögunnar. Hann spilaði fimm tímabil með Madrídingum þar sem hann vann Meistaradeildina og La Liga.
„Ég nota orðin „frábær leikmaður“ sjaldan og þið vitið vel að ég get verið miskunnarlaus í gagnrýni minni um miðjumenn. Jude Bellingham gæti hiklaust komist í þennan hóp. Hann er með líkamlegu og tæknilegu getuna sem Zinedine Zidane var með og fyrir mér er Zidane einn besti fótboltamaður sem hefur spilað á miðjunni hjá Real Madrid, en aðeins tíminn mun leiða það í ljós hvort Bellingham nái sömu hæðum. Hæfileikarnir virðast ótakmarkaðir.“
„Það eru margar víddir í þessum leik. Hann hleypur út um allan völl og er með stórkostlega tækni. Hann er með gáfan fótboltahaus á ungum öxlum og á bara eftir að vaxa á næstu árum. Hann hefur líkamlega hlutann en líka getuna til að sjá þrjú eða fjögur skref fram í tímann, eitthvað sem aðeins bestu leikmennirnir hafa í sínu vopnabúri og það er afar sérstakt. Hann hefur alla burði til að verða að einum besta leikmanni leiksins.“
Athugasemdir