Fylkir tekur á móti ÍBV í gríðarlega mikilvægum leik í neðri helming úrslitakeppni Bestu deildar karla á morgun, sunnudag.
Tvö stig skilja liðin af í deildinni og er því um sannkallaðan sex stiga leik að ræða.
Fyrir leik mun Fylkir halda sína vinsælu síldarveislu þar sem stuðningsmönnum félagins er boðið frítt í hana en í boði verða nokkrar tegundir af síld ásamt plokkfisk og meðlæti.
Allir stuðningsmenn eru hvattir til að mæta í veisluna og mun knattspyrnudeild Fylkis bjóða öllum sem mæta frítt á völlinn.
Athugasemdir