
Aron Elís Þrándarson var að gera annað mark Víkinga í bikarúrslitaleiknum gegn KA og er staðan nú 2-0 Víkingum í vil og því hægt að segja að liðið sé með níu fingur á bikarnum.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 1 KA
Matthías Vilhjálmsson skoraði með skalla eftir hornspyrnu á 38. mínútu leiksins.
Þegar átján mínútur voru eftir af leiknum fengu Víkingar aukaspyrnu sem Danijel Dejan Djuric tók, sendi á Aron Elís í teignum sem skoraði af stuttu færi.
2-0 og Víkingar á góðri leið með að vinna fjórða bikarmeistaratitilinn í röð.
Markið má sjá hér fyrir neðan.
Víkingar tvöfalda forystuna! Aron Elís Þrándarson með snyrtilega afgreiðslu á nærstönginni. Er bikarinn á leið í Fossvoginn, enn og aftur? pic.twitter.com/r0hBckZyol
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 16, 2023
Athugasemdir