
Víkingar leiða með einu marki gegn engu þegar flautað hefur verið til hálfleiks í úrslitaleik Mjólkurbikarsins sem fer núna fram á Laugardalsvelli.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 1 KA
Það var Matthías Vilhjálmsson sem skoraði markið seint í fyrri hálfleiknum eftir hornspyrnu.
„Birnir Snær með hornspyrnu sem kemur nálægt marki og Matti Villa er þar manna frekastur á nærstöng og flikkar boltnum yfir Jajalo í marki KA og í netið," skrifaði Stefán Marteinn Ólafsson í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Matti spilaði með FH í bikarúrslitaleiknum í fyrra og var þá í tapliði gegn Víkingum. Það er spurning hvað gerist í kvöld.
Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan en leikurinn er sýndur í beinni á RÚV.
Víkingar eru komnir yfir! Matthías Vilhjálmsson reis manna hæst á nærstönginni og inn fór boltinn! pic.twitter.com/Gkz6BOYEF2
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 16, 2023
Athugasemdir