Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Túfa: Helvíti gaman að sjá þessa frétt
Ólafur Kristjáns: Leikmenn verið lengur saman og búnar að kynnast mér
Guðni Eiríks: Öll mörkin voru eiginlega einhver trúðamörk
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
Bjarni Jó: Eigum að kála þessum leik
Donni: Vonandi það sem koma skal
John Andrews: Viljum spila öðruvísi og kannski er það að skaða okkur
FHL gleymdi búningunum fyrir austan - „Voru ekki lengi að finna búningasett fyrir okkur"
Úlfa Dís hetjan í Garðabæ: Sá einn á einn og hún stóð svolítið flatt
Pétur Rögnvalds: 5-4 er skemmtilegra en 1-0
Ívar Ingimars: Fólk á að borga extra fyrir þessa skemmtun
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
   lau 16. september 2023 19:36
Brynjar Ingi Erluson
Sölvi Geir: Þetta er barnið mitt þannig ég tek alla vega á mig 'assist' fyrir þau
Sölvi Geir og Arnar Gunnlaugsson fagna bikarnum
Sölvi Geir og Arnar Gunnlaugsson fagna bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sölvi Geir Ottesen, aðstoðarþjálfari Víkings, segist Víkingsliðið það besta frá því hann byrjaði að fylgjast með fótboltanum á Íslandi, en hann var vitaskuld ánægður eftir fjórða bikarmeistaratitil liðsins í röð.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  1 KA

Víkingar unnu KA-menn, 3-1, á Laugardalsvelli. Matthías Vilhjálmsson og Aron Elís Þrándarson komu liðinu í 2-0 áður en Ívar Örn Árnason minnkaði muninn.

Ari Sigurpálsson gulltryggði sigur Víkinga eftir hraða skyndisókn tveimur mínútum síðar og fjórði bikarinn í röð staðreynd.

„Já, hún er aðeins betri sem leikmaður, en vissulega mjög góðu engu að síður. Sem leikmaður hefur maður lagt svo mikið á sig í leiknum að 'relief-ið' verður svo mikið þegar flautað er til leiks. Mjög góð tilfinning engu að síður sem þjálfari.“

„KA-menn spiluðu mjög sterkt í byrjun leiks og áttum erfitt með að opna þá. Þeir voru mjög þéttir fyrir og áttum erfitt með að finna lausnir á þeirra þéttleika en síðan skiluðu föstu leikatriðin sér vel fyrir okkur. Það var mjög gaman að sjá það og þegar KA-menn þurftu að fara að sækja opnaðist fyrir okkur í skyndisóknum sem við nýttum mjög vel og fengum fullt af góðum möguleikum. Leikmenn sem við settum inn á eru gerðir til að spila skyndisóknarbolta. Við vorum líka heppnir með uppkastið í byrjun og fengum vindinn með okkur í fyrri hálfleik sem þýddi það að við vorum í þeirra boxi og með stóra menn þar, svo í seinni hálfleik gátum við verið að sækja aðeins meira bakvið varnirnar með ferskum leikmönnum,“
sagði Sölvi Geir við Fótbolta.net.

Tvö mörk Víkings komu eftir fast leikatriði, fyrra með skalla frá Matthíasi og annað markið eftir aukaspyrnu Danijels Dejan Djuric á Aron Elís, en Sölvi Geir hefur verið helsti sérfræðingur Víkinga þegar það kemur að því að drilla þau.

„Ég er búinn að leggja mikla vinnu í þetta og þetta er svolítið barnið mitt, föstu leikatriðin, þannig ég tek alla vega á mig assist fyrir þau.“

Sölvi var hins vegar ósáttur við markið sem Víkingar fengu á sig en honum fannst brotið á Gunnari Vatnhamar.

„Mér fannst hann bara einbeita sér að því að blokka Gunnar í þessu marki. Pirraður alltaf þegar ég fæ á mig mark og fannst vera brotið á honum en ég á eftir að sjá þetta betur aftur. Það getur vel verið að þetta var soft en er ekki að velta því mikið fyrir mér núna. Við unnum 3-1 og er bara glaður.“

Það hefur skapast mikil sigurhefð hjá Víkingum á síðustu árum og er talað um þetta lið sem eitt það allra besta í sögu íslenska fótboltans.

„Við erum með hörkulið og svakaleg gæði innan liðsins. Þá er 'gap-ið' mikið á milli liðanna. Þó við eigum ekki okkar besta leik þá siglum við þessu heim. Síðan er komin sigurhefð í þennan klúbb og sjálfsöryggi í hópinn. Ég hef prófað sjálfur að vera í svona liði, þegar þú lendir undir eða eitthvað herjar á þig þá getur þú leitað í fimmta gírinn.“

„Ég held að þó svo ég get ekki farið langt aftur í tímann þá frá því ég byrjaði að fylgjast með fótboltanum á Íslandi, borubrattur, að þetta sé besti hópur sem ég hef séð. Úrslitin, frammistaðan og allt sem við höfum gert í ár styðji undir það,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner