De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   lau 16. september 2023 10:20
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag: Veit ekki hvort Sancho muni spila aftur fyrir félagið

Manchester United á erfiðan heimaleik við Brighton í dag og svaraði Erik ten Hag spurningum fréttamanna á fjölmiðlafundi í gær.


Þar var hann meðal annars spurður út í kantmanninn Jadon Sancho sem hefur verið settur í agabann og æfir einn síns liðs, fjarri liðsfélögunum.

Hinn 23 ára gamli Sancho var ósáttur með ummæli sem Ten Hag lét frá sér í fjölmiðlum og svaraði með að birta yfirlýsingu á samfélagsmiðlum.

„Ég veit ekki hvort hann muni spila aftur fyrir félagið. Eins og staðan er núna þá getur hann ekki tekið þátt í næsta leik og er því ekki mikilvægur fyrir okkur þessa stundina. Við eigum stóran leik framundan og leikjaplanið er mjög þétt eftir það, ég einbeiti mér að því," sagði Ten Hag og var spurður út í færsluna sem Sancho birti á samfélagsmiðlum. „Ég hugsa hvorki um þá færslu né tala um hana útaf því að ég hef leik til að sigra. Þetta snýst allt um að sigra fótboltaleiki og ég verð að halda einbeitingunni þar.

„Leikmennirnir sem eru klárir til að spila eiga skilið að fá alla mína athygli. Ég þarf að leiðbeina þeim og undirbúa þá. Það er það sem vinnan mín snýst um, ég hugsa bara um leikmennina sem eru tilbúnir til að spila fyrir liðið."

Sancho er ekki fyrsti leikmaðurinn sem lendir í útistöðum við Ten Hag hjá Man Utd eftir að Cristiano Ronaldo yfirgaf félagið um síðustu áramót.

„Þetta snýst ekki um mig að vera harður eða að sýna hver ræður. Alls ekki. Þetta snýst um liðið og liðsheildina.

„Svarið sem ég gaf um Sancho eftir leikinn gegn Arsenal? Ég er alltaf heiðarlegur."

Man Utd er með sex stig eftir fjórar umferðir á nýju úrvalsdeildartímabili, en liðið er búið að tapa útileikjum gegn Arsenal og Tottenham auk þess að sigra heimaleiki gegn Wolves og Nottingham Forest naumlega.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner