Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 16. október 2020 11:55
Magnús Már Einarsson
Frederica staðfestir að Elías Rafn sé smitaður
Elías Rafn Ólafsson (fyrir miðju).
Elías Rafn Ólafsson (fyrir miðju).
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danska félagið FC Frederica hefur staðfest að Elías Rafn Ólafsson, markvörður liðsins, sé með kórónuveiruna.

Eins og fram kom í morgun greindist leikmaður U21 landsliðs Íslands með smit þegar hann kom til Danmerkur eftir leik við Lúxemborg ytra í vikunni. Sá leikmaður er Elías Rafn.

Leikmenn og starfsmenn U21 landsliðs Íslands voru skimaðir fjórum sinnum í verkefninu en enginn reyndist smitaður þá. Elías reyndist hins vegar smitaður við komuna til Danmörkur.

„Þetta er auðvitað leiðinlegt fyrri Elías en hann sýnir engin einkenni og verður vonandi fljótlega mættur aftur í hópinn," sagði Stig Pedersen, stjórnarmaður hjá Frederica.

Norska félagið Stromsgödset sagði frá því að bæði Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson séu komnir í tíu daga sóttkví eftir fréttir af smitinu. Þeir missa því af leiknum gegn Start um helgina. Bæði Ari og Valdimar fóru í skimun við heimkomuna til Noregs og reyndust ekki smitaðir en samkvæmt reglum í Noregi þurfa þeir að fara í sóttkví.

Hugasanlegt er að fleiri leikmenn í íslenska hópnum fari einnig í sóttkví eftir smitið en einhverjir leikmenn fara ekki í sóttkví og spila með liðum sínum um helgina. Einungis leikmenn úr erlendum félagsliðum voru í íslenska hópnum í leiknum gegn Lúxemborg en enginn leikmaður úr íslensku félagi fór með í ferðina.
Athugasemdir
banner
banner