Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 16. október 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Telur Ronaldo hafa brotið sóttvarnareglur
Mynd: Getty Images
Vincenzo Spadafora, Íþróttamálaráðherra Ítalíu telur að Cristano Ronaldo hafi brotið sóttvarnareglur þegar hann flaug aftur til Ítalíu í einkaflugvél sinni í fyrradag.

Ronaldo greindist með kórónuveiruna í verkefni með portúgalska landsliðinu í vikunni. Ronaldo var skipaður í einangrun en hann ákvað að fara heim til Ítalíu á miðvikudag.

Vincenzo var spurður að því hvort Ronaldo hafi brotið reglur með þessu. „Já, ég held það. Ef það hefur ekki legið fyrir sérstakt leyfi frá heilbrigðisyfirvöldum."

Andrea Agnelli, forseti Juventus, segir að engar reglur hafi verið brotnar.

„Þið verðið að hringja í heilbrigðisráðherra og innanríkisráðherra og spyrja hvaða reglur hafa verið brotnar," sagði Agnelli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner