Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 16. október 2021 17:51
Brynjar Ingi Erluson
Ingvar: Sagði við strákana að ég hafi áður verið 2-0 yfir í hálfleik og tapað leik
Ingvar Jónsson
Ingvar Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, var í skýjunum eftir 3-0 sigurinn á ÍA í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli í dag. Víkingur vinnur tvöfalt þetta árið.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Víkingur R.

Ingvar varði frábærlega í marki Víkinga þegar þeir þurftu á honum að halda. Hann varði frábært skot frá Gísla Laxdal í fyrri hálfleik og var vel á verði auk þess sem hann varði aftur frá Gísla í síðari hálfleik þegar hann var kominn einn gegn honum.

Þetta er þriðji titillinn sem hann vinnur með Víkingi og er hann hæstánægður með úrslitin og sumarið í heild sinni.

„Nei, þetta getur ekki verið betri. Ótrúlegt að við höfum náð þessum árangri. Það er gríðarlegur karakter í þessu liði og óbilandi trú. Ótrúlegt að við höfum náð þessu," sagði Ingvar við Fótbolta.net.

„Mér fannst við mæta pínu pressulausir, ekki sama stress. Ég hef farið í bikarúrslit áður, en ég meina kannski er maður reyndari. Mér leið vel allan leikinn og fannst við vera með tök á þeim."

Ingvar kannast nú við það að vera 2-0 yfir í hálfleik í bikarúrslitum en Stjarnan var að vinna Fram með sömu markatölu árið 2013 en Framarar komu til baka og unnu í vítakeppni.

„Já, árið eftir spilaði ég bikarúrslitaleik og tapað í vító. Ég sagði við strákana í hálfleik að ég hef verið 2-0 yfir í hálfleik og tapað leik, en við héldum haus og kláruðum þetta vel."

Ingvar hefur eignað sér markvarðarstöðuna síðan hann kom aftur inn í liðið í ágúst.

„Hlutirnir eru ótrúlega fljótir að breytast í fótboltanum og þurfti einn góðan leik til að koma mér inn í þetta. Hef haldið sjö eða átta skipti af þessum tíu leikjum. Það eru fá mörk að koma inn en vörnin er líka gríðarlega góð en að sjálfsögðu er ég í fantaformi."

Þetta var síðasti leikur Kára Árnasonar og Sölva Geirs Ottesen en hann segir það forréttindi að hafa spilað með þeim.

„Forréttindi að fá að spila með þessu kóngum og hvað þá að enda ferilinn þeirra svona. Þetta er ólýsanlegt og þeir ekki einu sinni hafa trú á að við myndum taka tvöfalt fyrir þetta tímabil."

Nú tekur við frí og svo erfitt undirbúningstímabil, enda þarf að verja tvo titla og svo Meistaradeild Evrópu.

„Menn eru gríðarlega metnaðarfullir í Víkinni og ætla sér stærri hluti. Það er Meistaradeild, það er erfitt að verja titil og við strax búnir að styrkja okkur með þremur leikmönnum þannig það eru ótrúlega spennandi tímar framundan í Víkinni," sagði Ingvar í lokin.
Athugasemdir
banner
banner