Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 16. október 2021 17:51
Brynjar Ingi Erluson
Ingvar: Sagði við strákana að ég hafi áður verið 2-0 yfir í hálfleik og tapað leik
Ingvar Jónsson
Ingvar Jónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, var í skýjunum eftir 3-0 sigurinn á ÍA í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli í dag. Víkingur vinnur tvöfalt þetta árið.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  3 Víkingur R.

Ingvar varði frábærlega í marki Víkinga þegar þeir þurftu á honum að halda. Hann varði frábært skot frá Gísla Laxdal í fyrri hálfleik og var vel á verði auk þess sem hann varði aftur frá Gísla í síðari hálfleik þegar hann var kominn einn gegn honum.

Þetta er þriðji titillinn sem hann vinnur með Víkingi og er hann hæstánægður með úrslitin og sumarið í heild sinni.

„Nei, þetta getur ekki verið betri. Ótrúlegt að við höfum náð þessum árangri. Það er gríðarlegur karakter í þessu liði og óbilandi trú. Ótrúlegt að við höfum náð þessu," sagði Ingvar við Fótbolta.net.

„Mér fannst við mæta pínu pressulausir, ekki sama stress. Ég hef farið í bikarúrslit áður, en ég meina kannski er maður reyndari. Mér leið vel allan leikinn og fannst við vera með tök á þeim."

Ingvar kannast nú við það að vera 2-0 yfir í hálfleik í bikarúrslitum en Stjarnan var að vinna Fram með sömu markatölu árið 2013 en Framarar komu til baka og unnu í vítakeppni.

„Já, árið eftir spilaði ég bikarúrslitaleik og tapað í vító. Ég sagði við strákana í hálfleik að ég hef verið 2-0 yfir í hálfleik og tapað leik, en við héldum haus og kláruðum þetta vel."

Ingvar hefur eignað sér markvarðarstöðuna síðan hann kom aftur inn í liðið í ágúst.

„Hlutirnir eru ótrúlega fljótir að breytast í fótboltanum og þurfti einn góðan leik til að koma mér inn í þetta. Hef haldið sjö eða átta skipti af þessum tíu leikjum. Það eru fá mörk að koma inn en vörnin er líka gríðarlega góð en að sjálfsögðu er ég í fantaformi."

Þetta var síðasti leikur Kára Árnasonar og Sölva Geirs Ottesen en hann segir það forréttindi að hafa spilað með þeim.

„Forréttindi að fá að spila með þessu kóngum og hvað þá að enda ferilinn þeirra svona. Þetta er ólýsanlegt og þeir ekki einu sinni hafa trú á að við myndum taka tvöfalt fyrir þetta tímabil."

Nú tekur við frí og svo erfitt undirbúningstímabil, enda þarf að verja tvo titla og svo Meistaradeild Evrópu.

„Menn eru gríðarlega metnaðarfullir í Víkinni og ætla sér stærri hluti. Það er Meistaradeild, það er erfitt að verja titil og við strax búnir að styrkja okkur með þremur leikmönnum þannig það eru ótrúlega spennandi tímar framundan í Víkinni," sagði Ingvar í lokin.
Athugasemdir
banner
banner