Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 16. október 2023 10:35
Elvar Geir Magnússon
Líklegt að Ísland muni mæta Wales eða Ísrael í umspilinu
Hákon Arnar Haraldsson.
Hákon Arnar Haraldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir jafnteflið gegn Lúxemborg er það orðið ljóst að Ísland mun ekki ná sæti í lokakeppni EM í gegnum riðilinn. EM verður haldið í Þýskalandi næsta sumar.

Nú snýst allt um að undirbúa liðið sem berst fyrir marsmánuð en miklar líkur eru á því að Ísland taki þar þátt í umspili í gegnum árangurinn í Þjóðadeildinni.

Umspilið er með sama hætti og þegar Ísland tapaði á grætilegan hátt gegn Ungverjalandi um árið. Stakur undanúrslitaleikur, sem verður spilaður á útivelli, og svo hreinn úrslitaleikur en dregið verður um heimaleikjarétt þar.

Football Rankings hefur birt líklegustu niðurstöðuna eins og hún er núna en Ísland gæti farið í gegnum umspil A eða umspil B.

Það er líklegt að Wales verði mótherjinn ef Ísland fer í gegnum A-umspilið og líklegur úrslitaleikur er þá gegn Póllandi. Ef Ísland fer í B-umspilið er Ísrael líklegur mótherji og úrslitaleikurinn gæti mögulega verið gegn Bosníu og Hersegóvínu sem er núna með okkur í riðli.

Ísland ekki inni í umspilinu eins og staðan er
Eins og staðan er akkúrat núna í undankeppninni er Ísland ekki inni í umspilinu. Það eru þó mjög miklar líkur á því að það breytist. Holland er í þriðja sæti í sínum riðli en er í dauðafæri á að ná öðru sætinu og komast beint á EM. Þá fer Ísland inn í umspilið.

Næst á eftir Íslandi í röðinni er Noregur, en frændur okkar eiga á hættu að komast ekki í umspilið. Þeir þurfa að treysta á að bæði Holland og Ísrael komist beint á EM í gegnum undankeppnina.

Umspilið tengist riðlakeppni undankeppni EM ekki
Eins og áður segir þá tengist þetta umspil ekki árangri í undankeppni EM, heldur árangri í Þjóðadeildinni. Þau lönd sem náðu bestum árangri í Þjóðadeildinni en komast ekki beint á EM í gegnum undankeppnina fá annað tækifæri í gegnum þetta umspil. Það er því algjör mýta að Þjóðadeildin skipti engu máli!

Þetta er líklegasta niðurstaðan:

Svona er staðan núna:

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner