Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 16. nóvember 2019 14:05
Elvar Geir Magnússon
Kisínev, Moldóvu
Þjálfari Moldóvu þreyttur og bálreiður - Hraunaði yfir menn
Moldóvska liðið kom til landsins 5 í morgun
Icelandair
Engin Firat, landsliðsþjálfari Moldóva.
Engin Firat, landsliðsþjálfari Moldóva.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Firat var ekki sáttur við dómgæsluna í Frakklandi.
Firat var ekki sáttur við dómgæsluna í Frakklandi.
Mynd: Getty Images
Tyrkinn Engin Firat, landsliðsþjálfari Moldóva, var ómyrkur í máli á fréttamannafundi í dag. Moldóva tekur á móti Íslandi á morgun í lokaumferð undankeppni EM.

Firat, sem tók við starfinu í síðasta mánuði, hélt mikla ræðu þar sem hann gagnrýndi harkalega hvernig staðið er að fótboltamálum í Moldóvu.

„Ég er alls ekki hræddur við að segja hlutina eins og þeir eru," segir Firat.

Hann gagnrýndi knattspyrnuyfirvöld í landinu og þá sagði hann að liðið ætti miklu meira skilið frá þjóðinni en það fær. Hann gekk svo langt að segjast telja að hann væri sá eini í landinu sem hefði trú á landsliðinu.

Hann greindi frá því að moldóvska liðið hefði mætt til landsins klukkan 5 í morgun en það var að spila á fimmtudaginn gegn Frakklandi.

„Ég er sjálfur mjög þreyttur en get rétt ímyndað mér hvernig leikmönnum líður eftir að hafa spilað 90 minútur gegn heimsmeisturunum. Ég hef engan tíma til að fara yfir einhverja leikfræði, þetta snýst bara um endurheimt," segir Firat.

Hann segir óþolandi kröfur gerðar til liðsins á meðan enginn hugsi um gera neitt til að sjá til þess að bæta umgjörðina í kringum liðið. Hann segir að Ísland sé land sem Moldóva eigi að læra af.

„Það þarf að bæta fagmennskuna kringum landsliðið til mikilla muna. Ísland er land sem ég ber mikla virðingu fyrir. Þetta er fámennt land en leggur allt í hlutina og hefur verið með markvissa uppbyggingu í yngri flokkum. Við eigum að læra af því sem Ísland gerði," segir Firat.

Moldóva er í neðsta sæti riðilsins í undankeppni EM en liðið tapaði þó naumlega fyrir Frökkum á fimmtudaginn. Olivier Giroud skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu á 79. mínútu.

„Dómarinn kom í veg fyrir að við næðum í sögulegt stig gegn heimsmeisturum Frakklands sem hefði gert mikið fyrir fótboltann í landinu. Ég held að fólk í þessu landi skilji ekki hvað er í gangi. Við vorum að spila fyrir framan 70 þúsund manns í Frakklandi en spilum svo á heimavelli fyrir framan 1.500 manns. Strákarnir eiga svo miklu meira skilið," segir Firat.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner