Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 16. nóvember 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Leiknir 
Sólon Breki leggur skóna á hilluna
Mynd: Haukur Gunnarsson
Sólon Breki Leifsosn hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna. Hann greindi fá því í færslu á Instagram-reikningi sínum í dag.

Sólon er nýorðinn 23 ára en hann gekk í raðir Leiknis fyrir tímabilið 2018. Í sumar glímdi hann við meiðsli og ákvað að kalla þetta gott vegna þeirra.

Í 57 deildarleikjum með Leikni skoraði hann 28 mörk og hjálpaði liðinu að komast upp úr Lengjudeildinni tímabilið 2020. Í sumar lék hann einungis sjö leiki og tókst ekki að skora.

„Skórnir komnir á hilluna!! Smá steikt en spennandi tímar framundan! Samt alltaf í boltanum!!!!!" skrifaði Sólon.

„Þrátt fyrir að hafa verið alinn upp í Breiðablik, aðlagaðist hann Leikni tafarlaust eins og um innfæddann Breiðholtsvilling væri að ræða og setti hann svip sinn ekki bara á spilamennsku liðsins á vellinum, heldur stemninguna kringum búningsklefann," segir í frétt á heimasíðu Leiknisljónanna, stuðningsmannasveitar Leiknis.


Athugasemdir
banner
banner