Félag í Þýskalandi vill fá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, leikmann Breiðabliks og íslenska landsliðsins, í sínar raðir.
Hin 19 ára gamla Karólína varð Íslandsmeistari með Breiðabliki í sumar og kom inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins í undankeppni EM.
Hin 19 ára gamla Karólína varð Íslandsmeistari með Breiðabliki í sumar og kom inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins í undankeppni EM.
„Við höfum fengið fyrirspurn í hana frá þýsku félagi," sagði Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, við Fótbolta.net í dag.
Karólína hefur skorað 32 mörk í 88 leikjum með Breiðabliki síðan hún kom til félagsins frá FH fyrir þremur árum.
Hún hefur á þeim tíma unnið tvo Íslandsmeistaratitla, bikarmeistaratitil og farið með liðinu í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.
Athugasemdir