Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. janúar 2021 19:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Strákarnir mínir áttu góðan leik í kvöld
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
„Ef við hefðum unnið 1-0, þá hefði allt verið í fínu lagi," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir markalaust jafntefli í stórslag við Manchester United.

„Þú getur ekki neitað Manchester United um færi í 90 mínútur. Það er ekki hægt, þeir eru á góðu skriði."

„Miðað við allt sem var sagt fyrir leikinn - að þeir væru á góðu flugi og við í vandræðum - þá áttu strákarnir mínir góðan leik í kvöld," sagði Klopp en Liverpool stjórnaði leiknum án þess að skapa sér dauðafæri.

„Í fyrri hálfleik var pressan mjög góð og sendingarnar voru góðar. En við skoruðum ekki og það er það mikilvægasta í fótbolta. Seinni hálfleikurinn var opnari. Þeir fengu tvö góð færi og Alisson varði tvisvar vel."

Liverpool hefur átt í vandræðum með að skora í undanförnum leikjum. Klopp segir enga auðvelda útskýringu fyrir því. „Þú klúðrar alltaf færum. Þú verður að halda áfram og hundsa það sem er sagt. Allir vilja sjá mörk en það er ekki eitthvað sem hægt er að neyða."

„Svona gerist. Stundum geturðu ekki útskýrt hvernig þú skorar úr öllum færum. Gegn Crystal Palace endaði allt í netinu. Þetta er frekar ergjandi núna."

Undir lokin sagði Klopp: „Ég var ánægður með leikinn. Ég sá góða frammistöðu hjá einstaklingum og frammistaðan hjá liðinu var góð. Hins vegar voru þetta ekki úrslitin sem við vildum."
Athugasemdir
banner
banner
banner