Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 17. janúar 2023 15:30
Elvar Geir Magnússon
Útskýrir af hverju Bruno var á hægri vængnum gegn City
Mynd: EPA
Erik ten Hag stjóri Manchester United lét Bruno Fernandes spila á hægri vængnum í sigurleik Manchester United gegn Manchester City til að skapa „óvissu og rugling“ hjá andstæðingnum.

Fernandes jafnaði fyrir United á 78. mínútu og var valinn maður leiksins hjá sjónvarpsrétthöfum.

Hann er vanur því að spila sem fremsti miðumaður en hefur byrjað fjóra leiki á hægri vængnum á tímabilinu og United hefur unnið þá alla. Í öllum leikjum hefur hann svo færst miðsvæðis þegar liðið hefur á leikinn.

„Við vörðumst eins og venjulega en þegar við vorum með boltann hafði hann það hlutverk að vera aukaleikmaður á milli línanna til að búa til vandræði fyrir andstæðingana, skapa óvissu og rugling. Mér fannst hann leysa það hlutverk frábærlega," segir Ten Hag.

„Aðrir í liðinu aðlöguðust stöðunum vel og við áttum góð áhlaup og fundum lausa leikmenn. Bruno var mikilvægur þáttur í þessu og mikilvægur í pressunni líka. Ég veit ekki hvort hann var valinn maður leiksins en í mínum huga var hann klárlega maður leiksins."

United hefur unnið níu leiki í röð og ef liðið vinnur Crystal Palace í deildinni annað kvöld hefur það tengt saman tíu sigurleiki í röð í fyrsta sinn síðan í febrúar 2009.
Enski boltinn - London er rauð og það er Manchester líka
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner
banner