Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   fös 17. janúar 2025 15:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingar birta kveðju frá Arnari - „Ég elska ykkur öll"
Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson var í vikunni ráðinn landsliðsþjálfari Íslands og um leið hætti hann sem þjálfari Víkings.

Arnar tók við Víkingi árið 2018 og náði mögnuðum árangri með liðið; varð Íslandsmeistari tvisvar og bikarmeistari fjórum sinnum.

Víkingur birti í dag myndband þar sem Arnar kveður Víkinga á hjartnæman hátt.

„Jæja elsku Víkingarnir mínir, það er komið að kveðjustundinni," segir Arnar.

„Það eru blendnar tilfinningar að kveðja þennan frábæra klúbb. Ég veit að framtíðin verður björt undir stjórn nýrra manna sem þið þekkið mjög vel. Ég vil þakka kærlega fyrir öll þessi ár og allar þessar frábæru minningar."

„Víkingur er mín fjölskylda. Það sem við höfum áorkað saman er eitthvað sem þið getið verið stolt af. Að vera Víkingur er lífstíll og ég trúi því innilega að framtíðin sé björt og velgengnin verði áfram um ókomna framtíð."

„Takk fyrir mig, ég elska ykkur öll."


Athugasemdir
banner